Herrakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks föstudaginn 2.mars

Herrakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks fer fram föstudaginn 2.mars. Í fyrra komust færri að en vildu og var uppselt nokkrum dögum eftir að sala fór í gang.

Miðaverð er 4.990 kr en eins og sjá má á myndinni verður dagskráin glæsileg og munu leikmenn meistaraflokks karla grilla ofan í mannskapinn.

Hvetjum alla Blika til þess tryggja sér miða sem fyrst með því að senda tölvupóst á sigurdur@breidablik.is