Íþróttaskóli 1. – 4. Bekkjar

 

Í dag, mánudaginn 24. september, hefst íþróttaskóli Breiðabliks fyrir iðkendur í 1. – 4. Bekk í grunnskólum í Kópavogi.

Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu í Fagralundi á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15:00-16:00.
Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem Breiðablik mun sérstaklega kynna þær fjölbreyttu greinar sem félagið býður nú þegar uppá (11 mismunandi greinar) auk almennrar hreyfingar.

Markmiðið íþróttaskólans eru:

  • Að kynni barna af íþróttum séu jákvæð og þeim líði vel í íþróttasalnum enda er það forsenda þess að börn haldi áfram að iðka íþróttir sér til ánægju
  • Að ná til þeirra barna sem eru nú þegar ekki í neinu skipulögðu íþrótta- eða tómstundarstarfi í Kópavogi og fá sem flest börn til að iðka íþróttir/skipulagða hreyfingu
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að bjóða uppá valkost fyrir börn þar sem þau þurfa ekki að velja sér eina grein strax til að stunda, þ.e. seinka sérhæfingu.

 

Við bjóðum alla velkomna (kostar ekkert að koma í prufutíma).

Verð á haustönn 2018 er 19.900 kr  (24. Sept -12. Des)

 

Hægt er að nýta frístundarstyrk Kópavogsbæjar.

 

Skráning er hafinn á: https://breidablik.felog.is/