Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á vegum Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks þar sem deildin skorar á bæjaryfirvöld að marka framtíðarstefnu í aðstöðumálum deildarinnar. Okkar helsta baráttumál er að koma byggingu frjálsíþróttahúss í Kópavogi á dagskrá. Slíkt hús myndi ekki aðeins nýtast iðkendum okkar heldur iðkendum allra íþróttagreina. Auk þess er það mikið hagsmunamál fyrir frjálsíþróttahreyfinguna í landinu að fjölga slíkum húsum.

Endilega skrifið undir ef þið viljið leggja okkur lið HÉR