Dagana 30. – 31. maí var 20 stúlkum úr 2. og 3. flokki kvenna Breiðabliks boðið að taka þátt í mótinu Sports World International Girls Cup. Mótið fór fram í fimmta sinn og var það haldið í hollensku borginni  Den Haag í þetta sinn.

Fyrri daginn spiluðu öll liðin þrjá 30 mínútna leiki í fjögurra liða riðlum. Breiðabliksstelpurnar töpuðu fyrsta leiknum 1-0 gegn sterku liði AZ Alkmar sem er frá Hollandi, því næst gerðu þær 2-2 jafntefli gegn Excelsior frá Hollandi í æsispennandi leik þar sem þær hollensku jöfnuðu á lokamínutu leiksins. Það kom ekkert annað til greina en að klára siðasta leik dagsins með stæl og þar mættu stelpurnar Klub Sportowy Ślęza Wrocław  frá Póllandi og unnu þær stórsigur 6-0 í frábærum leik.

Úrslit fyrsta dagsins þýddu að stelpurnar enduðu í 2.sæti riðilsins en því miður nægði það ekki til þess að spila um 1.-8. sætið seinni daginn og þess í stað spiluðu þær um 9.-14. sætið. Stelpurnar sýndu seinni daginn hversu megnugar þær eru og sigruðu alla leikina nokkuð örugglega.  Fyrst spiluðu þær gegn Excelsior (aftur) og sigruðu 3-0, næst sigruðu þær sterkt lið IFK Götenborg frá Svíþjóð en leikurinn endaði 1-0 og enduðu svo mótið á frábærum 3-0 sigri á KAA Gent frá Belgíu. Stelpurnar enduðu í 9. sæti eftir skemmtilegt og lærdómsríkt mót, þar sem stelpurnar voru sjálfum sér og Breiðablik til sóma innan vallar sem utan.

Leikmannahópurinn:

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Birna Kristín Björnsdóttir
Birta Birgisdóttir
Björk Bjarmadóttir
Elín Helena Karlsdóttir
Eva María Smáradóttir
Eydís Helgadóttir
Hildur María Jónasdóttir
Hildur Lilja Ágústdóttir
Hugrún Helgadóttir
Írena Héðinsdóttir Gonzalez
Ísabella Arnarsdóttir
Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz
Laufey Pálsdóttir
Sólrún Ósk Snæfeld Helgadóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
Bryndís Gunnarsdóttir
Sveindís Ósk Unnarsdóttir
Eyrún Vala Harðardóttir