Íþróttaskólinn byrjar aftur laugardaginn 5.sept. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30.

Við ætlum að hefja önnina á ratleik í Kópavogsdal, hittumst í Leikskólalund fyrir neðan Digraneskirkju. Þar förum við í góðan göngutúr/ratleik, þar sem finna þarf þekktar teiknimyndapersónur. Boðið verður upp á þrjá ratleiki og létta hressingu fyrir krakkana.

Athugið að ekki verður merkt við klippikortið í þetta skiptið.

Útitímar íþróttaskólans undanfarin ár hafa heppnast mjög vel, sama hvernig hefur viðrað – munum bara eftir að klæða okkur rétt!