Á næstu dögum ætla allar deildir Breiðabliks að leiða saman hesta sína og vera Live á aðal Facebooksíðu félagsins.
Boðið verður upp á fjölbreytt úrval af efni.
Heimaæfingar, fyrirlestrar, spurningakeppnir og fleira.
Búið er að búa til “Viðburð” á Facebook til þess að halda utan um öll herlegheitin.
Efst á þeirra síðu (viðburðarsíðunni á Facebook) er mynd sem sýnir hvað er í boði og hvenær.
Þess má geta að fleiri viðburðir eru á leiðinni.
Hvað er betra í þessu ástandi en að prófa nýja íþrótt/æfingu á gólfinu heima, taka þátt í skemmtilegri spurningakeppni og hlusta svo á sprenglært íþróttafólk miðla þekkingu sinni og reynslu?
Góða skemmtun.