Breiðablik byrjar úrslitakeppnina af krafti! | 2-0
Breiðablik hefur sigrað báða leiki sína gegn Vestra í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta, en þrjá sigra þarf til þess að komast áfram í umspil um sæti í Dominosdeild á næsta keppnistímabili. Blikar hófu einvígið gegn Vestra á heimavelli þann 15. mars síðastliðinn og unnu þann leik mjög sannfærandi, lokatölur 93-64 grænum í vil. […]