Entries by Hrafnhildur

Skákkennsla fyrir stúlkur hefst 26. september

Í vetur munu Jóhanna og Veronika standa fyrir skákæfingum fyrir stúlkur í á þriðju hæð í stúkunni, Kópavogi, á vegum Skákskóla Íslands í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks. Námskeiðið fer fram á mánudögum frá 17.00 til 18.30. Fyrsta æfingin fer fram mánudaginn 26. september. Æfingarnar eru ætlaðar áhugasömum skákstelpum sem hafa áhuga á að bæta sig […]

61. FRÍ þing haldið í Breiðablik

Að þessu sinni verður 61. þing Frjálsíþróttasambands Íslands haldið dagana 23.-24. mars í Kópavogi. Það er okkur í Breiðablik sönn ánægja að fá þingfulltrúa til okkar að leggja drög að komandi starfi frjálsíþrótta á íslandi. Ungmennafélagið Breiðablik bíður Frjálsíþróttasamband Íslands velkomið.

Sindri Hrafn kominn með lágmark á EM í Berlín

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hóf keppnistímabilið af miklum krafti þegar hann sigraði í spjótkasti á UC Irvine Spring Break háskólamótinu þann 16.febrúar. Sindri Hrafn kastaði 80,49 m og bætti sinn besta árangur um rúma 3 metra. Með þessu sló hann eigið skólamet, setti vallarmet og náði lágmarki á EM í Berlín í sumar.  […]

Kópavogsþríþrautin 2018

Þríþrautardeild Breiðabliks stendur fyrir Kópavogsþríþrautinni sem er elsta þríþrautarkeppni sem haldin hefur verið samfleytt á Íslandi. Hún hefur einnig verið sú fjölmennasta með yfir 100 keppendur á ári hverju. Að auki hefur verið boðið upp á barna- og fjölskylduþríþraut. Kópavogsþríþrautin verður haldin 13. maí 2018.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks 2018 verður haldinn þann 22. febrúar 2018 kl. 18:00 í stúkunni á Kópavogsvelli (Glersalnum). Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagar knattspyrnudeildar sem eru […]

Ólafur Pétursson með hæstu UEFA þjálfaragráðuna

KSÍ hefur nú útskrifað fyrstu UEFA A markmannsþjálfarana hér á landi en á laugardaginn hlutu átta þjálfarar þann heiður að útskrifast með hæstu þjálfaragráðu sem UEFA veitir markmannsþjálfurum. Breiðablik á fulltrúa í þessum hópi en Ólafur Pétursson lauk þjálfaragráðunni með glæsibrag. Ólafur Pétursson hefur verið markmannsþjálfari hjá Blikum síðan árið 2005. Á þessum 13 árum […]

Hlaupahópur Breiðabliks

Hlaupahópur Breiðabliks hittist yfirleitt í Smáranum og hleypur þaðan. Í hópnum er mikil breidd. Meðal hlaupara í hópnum eru utanvega- og fjallahlauparar, maraþonhlauparar, hlauparar sem vilja halda sig við styttri vegalengdir og einnig hlauparar sem eru kannski ekki endilega að stefna að ákveðinni vegalengd heldur vilja fá góða æfingu í skemmtilegum félagsskap. Það hafa reyndar […]

Íþróttahátíð Kópavogs 2017

Á Íþróttahátíð Kópavogs sem haldin var í Kórnum fimmtudaginn 11. janúar, fengu þrír frjálsíþróttamenn Breiðabliks viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum árið 2017. Sindri Hrafn Guðmundsson í flokki 17 ára og eldri, og í flokki 13-16 ára Birna Kristín Kristjánsdóttir og Hlynur Freyr Karlsson. Einnig hlutu Irma Gunnarsdóttir í flokki 19-22 ára og Björgvin […]

Íslandsmeistarar unglingasveita í skák 2017

Góður árangur hjá okkar mönnum í Íslandsmóti Unglingasveita sem fram fór sunnudaginn 10.desember 2017 í Garðabæ. A-sveitin varð sameiginlegur Íslandsmeistari með Taflfélagi Reykjavíkur með 23,5 vinninga. B-sveitin í 3. sæti með 19,5 vinninga. Fékk einnig verðlaun fyrir bestu B-sveitina í mótinu. C-sveitin í 19. sæti með 11,5 vinninga aðeins 1,5 vinning frá því að vera […]