Entries by Sigmar

Skötuveisla Breiðabliks 2019

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara í samvinnu við Hafið Fiskverslun verður í Smáranum (stúkubyggingunni) laugardaginn 21.desember milli kl.11:00 – 14:00. Boðið verður upp á skötu, saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð. Aðgangseyri 3.500 kr. Happdrættismiði fylgir. Skráningar þarf að senda á netfangið blikaklubbur@gmail.com ATH: Skráning þarf að berast fyrir kl.13:00 miðvikudaginn […]

Jólakúla Breiðabliks

  Jólakúla Breiðabliks er falleg græn 6 cm jólakúla með hvítu glimmeri og rauðum borða sem ætti að vera til hjá öllum stuðningsmönnum Breiðabliks. Jólakúlan kostar kr. 3.000 og rennur allur ágóði af sölu kúlunnar til Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Jólakúlan kemur í takmörkuðu magni og er því um að gera að tryggja sér eintak. Jólakúlurnar verða […]

,

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar miðvikudaginn 20. nóvember 2019. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum á jarðhæð stúkunnar og hefst kl. 17:30. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál […]

Bakhjarlar Breiðabliks – Ný leið til að styðja við starf Körfuknattleiksdeildar

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks kynnir nýja leið til að styðja við starf deildarinnar með mánaðarlegum greiðslum. Í boði eru fjórar leiðir, BronsBliki, SilfurBliki, GullBliki og PlatinumBliki og fylgja ýmis fríðindi með leiðunum sem fara stigvaxandi í samræmi við greiðslur. Nánari upplýsingar og skráningu í Bakhjarla Breiðabliks má finna á í tenglinum hér að neðan. Bakhjarlar Breiðabliks

Hákon Gunnarsson GullBliki

Þótt Hákon Gunnarsson styðji ekki þau stjórnmálaöfl sem nota grænt í merki í sínu þá er vandfundnari sá einstaklingur sem er jafn grænn í eðli sínu. Hann hóf ungur að æfa knattspyrnu með yngri flokkum Breiðabliks og þótti strax mjög efnilegur. Hákon var meðal annars fyrsti Blikinn, með félögum sínum Tomma og Jóni Orri, sem […]

Tilkynning frá stjórn Þríþrautardeildar

Rannveig Anna Guicharnaud, formaður Þríþrautardeildar Breiðabliks, hefur óskað eftir því að fá að stíga til hliðar sem formaður deildarinnar en hún hefur gegnt formennsku síðan 2017. Ástæða þess að Rannveig lætur að starfi sem formaður eru vinnutengdar og óskum við henni til hamingju með nýtt starf. Varaformaður, Margrét J. Magnúsdóttir, tekur við formennsku þríþrautardeildarinnar fram […]

Hjartadagshlaupið 2019

Hjartadagshlaupið 2019 fer fram laugardaginn 28. september en hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10. Ekkert þátttökugjald! Í boði verður að hlaupa 5 km og 10 km með flögutímatöku. Keppt er í þremur aldursflokkum og karla- og kvennaflokki. Smelltu hér til að skrá þig. Hlaupið er haldið í tilefni alþjóðlega hjartadagsins sem haldinn er á heimsvísu […]

Uppskeruhátíð og lokahóf Knattspyrnudeildar

Fífan opnar kl. 12.00 en þar verður fjölbreytt afþreying fyrir hressa fótboltakrakka. – Hoppukastalar – Boltaþrautir – Skothraðamæling (hvað heitir þetta aftur) Grillaðar pylsur og drykkir í boði Barna- og unglingaráðs. Fulltrúar meistaraflokka mæta á svæðið. Fjölmennum síðan á völlinn á leik Breiðabliks og KR kl 14. Minnum á lokahóf knattspyrnudeildar um kvöldið. Húsið opnar […]

Ágúst Gylfason lætur af störfum

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi milli Ágústar Gylfasonar og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ágúst mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla að loknum leik Breiðabliks og KR þann 28. september n.k. þegar núverandi keppnistímabili lýkur. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ágústi kærlega fyrir hans frábæru störf sem þjálfari síðustu tvö ár og óskar honum velfarnaðar […]