Entries by Sigmar

Evrópuleikur gegn Vaduz á fimmtudag.

Breiðablik tekur á móti FC  Vaduz frá Liechtenstein í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld kl. 20.00 á Kópavogsvelli. Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn mun fara fram í Liechtenstein viku seinna. Forsala miða er hafin í afgreiðslu Smárans og einungis verður hægt að komast inn á völlinn með miða. Miðaverð er kr. 2.500 […]

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfestir í nýjustu tækni

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfesti á dögunum í nýjustu tækninni í fótbolta. Um er að ræða myndavél og meðfylgjandi forrit sem að ganga undir nafninu VEO. Tæknin kemur frá sprotafyrirtæki í Danmörku. Myndavélin er að sjálfsögðu græn og inniheldur tvær linsur sem hvor um sig býr yfir svokallaðri 4k upplausn. Snilldin við þessa myndavél er að sjónsvið […]

Blikar á boðsmóti í Hollandi

Dagana 30. – 31. maí var 20 stúlkum úr 2. og 3. flokki kvenna Breiðabliks boðið að taka þátt í mótinu Sports World International Girls Cup. Mótið fór fram í fimmta sinn og var það haldið í hollensku borginni  Den Haag í þetta sinn. Fyrri daginn spiluðu öll liðin þrjá 30 mínútna leiki í fjögurra […]

Breiðablik á U14 mót í Dortmund

Á morgun halda 16 drengir fæddir árið 2005 út til Dortmund til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 16 talsins og hefja leik í fjórum fjögurra liða riðlum. Spilað verður 1x35mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram á laugardeginum, 8.júní. Þar mæta þeir SC Husen-Kurl, VfL Bochum og […]

BYKO áfram styrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og BYKO hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára. BYKO var stofnað árið 1962 í Kópavogi og hefur BYKO verið styrktaraðili Breiðabliks nánast frá stofnun. BYKO rekur glæsilega verslun í Breiddinni auk þess sem fjölda verslana BYKO má finna á Höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Knattspyrnudeildin er gríðarlegt þakklát fyrir ánægjulegt samstarf […]

Kópavogsmaraþon 2019

Kópavogsmaraþon fer fram í fjórða sinn laugardaginn 11.maí.  Boðið verður upp á 5, 10 og 21,1 km hlaup á flatri braut sem skartar fallegu útsýni af strandlengju Kópavogs. Skráning fer fram á hlaup.is og þar eru einnig allar nánari upplýsingar um hlaupið. Á facebooksíðu hlaupsins facebook.com/kopmarathon má finna ýmsar upplýsingar og myndir úr fyrri hlaupum.

Breiðablik á sterkt mót fyrir U14 stúlkur í Svíþjóð

Breiðablik hefur þegið boð um að taka þátt í Lennart Johansson Academy Trophy 2019 í Solna í Svíðþjóð dagana 23.-26. maí. Mótið er eitt frægasta knattspyrnumót yngri flokka í Evrópu og mikill heiður fyrir Breiðablik að fá boð um að senda lið til þátttöku. Um er að ræða sterkt mót fyrir stúlkur og drengi í […]

Breiðablik og Dekkjahúsið framlengja samstarf – Afsláttur til Blika

Dekkjahúsið og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfsmanning sinn til næstu þriggja ára. Dekkjahúsið hefur til fjölda ára verið dyggur stuðningsaðili Knattspyrnudeildarinnar og hefur samstarfið gefið góða raun. Í ljósi áframhaldandi samstarfs ætlar Dekkjahúsið að bjóða Blikum 15% afslátt af hjólbarðaþjónustu gegn framvísun Blikaklúbbskorta, árskorta eða með því að sýna í Sportabler að forráðamaður eigi iðkenda […]