Entries by Sigmar

Breiðablik Bikarmeistari 2018

Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Mörk Blika skoruðu Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Til hamingju stelpur.

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins – Upphitun

Það er risadagur framundan hjá okkur Blikum. Við hefjum upphitun fyrir Bikarúrslitaleikinn kl. 17.00 á Þróttaravelli þar sem verður boðið upp á pylsur, gos og svala og sitthvað fleira. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning. Gulli Gull mætir og fer yfir liðin sem mætast. Blaz Roca kemur og tekur nokkur lög og peppar upp mannskapinn. Hilmar […]

Bikarvika Breiðabliks

Það eru stórir hlutir að gerast þessa vikuna hjá Blikum. Á fimmtudag tekur karlaliðið á móti Víkingi frá Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 18. Á föstudaginn leikur svo kvennaliðið við Stjörnuna um sjálfan Mjólkurbikarinn. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19.15. Miðasala fer fram á tix.is en það […]

Sveinn Aron seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið seldur frá Blikum til ítalska liðsins Spezia. Sveinn Aron sem er tvítugur að aldri kom til Blika frá Val fyrir tveimur árum. Hann hefur leikið 31 leik með Breiðabliksliðinu og skorað í þeim sjö mörk. Sveinn Aron á einnig að baki 17 leiki með yngri landsliðum Íslands og […]

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Unglingalandsmót UMFÍ vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga. Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu […]

Tveir Blikar í U16 ára landsliði karla

Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Norðurlandamóti í Færeyjum 3-12. ágúst. Tveir Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir: Andri Fannar Baldursson Danijel Dejan Djuric Andri Fannar er fæddur árið 2002 og Danijel árið 2003. Báðir leikmenn hafa verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokks karla. Við óskum strákunum til […]

Breiðablik vann Barcelona Summer Cup og átti besta og markahæsta leikmann mótsins

4.flokkur kvenna hélt til Salou á Spáni í lok júní mánaðar og tók þátt á Barcelona Summer Cup sem er mót haldið í stúlknaflokki fyrir 2004 stelpur. Breiðablik bar sigur úr býtum á mótinu og í mótslok var Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Eyrún Vala Harðardóttir skoraði flest mörk á mótinu […]

Elías Rafn Ólafsson seldur til dönsku meistarana

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí.  FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor. Elías Rafn byrjaði ungur að æfa knattspyrnu með Breiðablik hefur verið í félaginu frá upphafi fyrir utan einn vetur sem fjölskyldan bjó á Húsavík. Hann […]

Gunnleifur framlengir

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Skrifað var undir samning þess efnis laugardaginn 14. júlí en þá varð Gulli 43 ára gamall. Þessi ótrúlegi markvörður hefur spilað 434 leiki með meistaraflokki, þar af 202 fyrir Breiðablik. Gunnleifur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1994 og hefur því verið að […]

Símamótið sett í 34. sinn

Símamótið var sett í 34. sinn í kvöld. Metþátttaka er á mótinu í ár en 328 lið eru skráð til leiks og munu rúmlega 2.200 stelpur keppa þessa þrjá daga sem mótið fer fram.  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum settu mótið. Jón Jónsson kom svo keppendum og fjölskyldum þeirra […]