Entries by

,

Firmakeppni Þríþrautardeildar 2018

Firmakeppni Þríþrautardeildar Breiðabliks fór fram í gær við flottar aðstæður og umgjörð. 16 fyrirtæki skráðu sig til keppni og um 30 lið mættu í startið. Advania varð sigurvegari en þau Hildur Árnadóttir, Guðmundur Sveinsson og Einar Þórarinsson skiluðu sér í mark á innan við 40 mínútum en samanlagður heildartíma liða Advania var 1.20.58. Þeir Hafsteinn […]

,

Ofursprettþraut 3N Í Keflavík

  Blikar gerðu flotta ferð til Keflavíkur í lok ágúst og tóku Ofursprettþraut 3N með trompi. Áttu sigurvegara í karla- og kvennaflokki og innsigluðu yfirburðasigur í stigakeppni félagsliða. Hákon Hrafn Sigurðsson kom fyrstur í mark á tímanum 32.22 en hann varð jafnframt annar í stigakeppni einstaklinga eftir tímabilið, Rannveig Guicharnaud sigraði í kvennaflokki á tímanum 36.54, Sjötta sætið í […]

,

Æfingartímar og skráningar í þríþraut veturinn 2018-2019

Jæja þá er komið að því, nýtt æfingatímabil er að hefjast. Eins og kom fram á kynningarfundinum 23. ágúst, þá er meginþema septembermánaðar styrkur og zone 2 (rólegheita álag). September verður því eftirfarandi; (1) Styrktar æfingar hjá Hafþóri á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30 í sal 1 í Sporthúsinu.  (2) Sund kl 5:50 á morgnana […]

,

Firmakeppni Breiðabliks 2.september

Firmakeppni Íslands í Þríþraut fer fram við sundlaug Kópavogs sunnudaginn 2. september nk kl. 10. Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10,4 km hjól og 3,6 km hlaupi. Hvert fyrirtæki fær tvær tímatökuflögur sem þarf að skila í mark og nota til þess 2 til 6 þátttakendur sem skipta á milli sín 3 hlutum […]

Kjósarspretturinn

Hákon Hrafn Sigurðsson sigraði örugglega í Kjósarsprettinum (hálf ólympískri þraut) sem fram fór í lok júlí. Kom fyrstur upp úr 13 gráðu “heitu” Meðalfellsvatninu og hélt forystunni allt til enda.. Rannveig Guicharnaud kom önnur upp úr vatninu á eftir Hákoni og sigraði í kvennaflokki en Birna Íris Jónsdóttir tók þar annað sætið. Guðjón Karl Traustason […]

Blikar Íslandsmeistarar í ólympískri þríþraut

Breiðablik eignaðist í lok júní Íslandsmeistara bæði í karlaflokki og kvennaflokki í ólympískri þríþraut sem fram fór á Laugarvatni. Rannveig Guicharnaud og Sigurður Örn Ragnarsson urðu meistarar og óskum við þeim til hamingju með glæsilegan árangur. Blikakarlar tóku þrjú efstu sætin í heildarkeppninni. Rúnar Örn Ágústsson varð annar á eftir Sigurði og Hákon Hrafn Sigurðsson […]

,

Kynningarfundur Þríþrautardeildarinnar 28.ágúst kl.20.00

Þríþrautardeild Breiðabliks kynnir starfsemi sína þriðjudaginn 28. ágúst á 2. hæði í Smáranum. Hér eru upplýsingar um helstu pakka sem deildin mun bjóða upp á en nánari upplýsingar verða veittar á fundinum. 1. Sundæfingar: 37.990,- 3 sundæfingar í viku með þjálfara, með aðgangi að laug á æfingatíma (ekki árskort). Keppnisgjöld á IMOC innifalin. 2. Þríþraut […]

,

Hálf ólympísk keppni í þríþraut í Hafnarfirði

Þríþrautarfólk Breiðabliks fór í víking suður í Hafnarfjörð í morgun og tók þátt í hálf-ólympískri keppni sem samanstendur af 750m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Okkar fólk sótti gull,silfur og brons sem áður enda hefur félagið því láni að fagna að hafa afburðafólk innanborðs. Í heildarkeppninni sigraði Sigurður Örn Ragnarsson Breiðablik á […]

Kópavogssprettþraut 2018

Kópavogssprettþrautin fór fram á sunnudaginn Sprettþraut Þríþrautardeildar Breiðabliks fór fram á sunnudagsmorgun í blíðskaparveðri. Um 100 keppendur mættu til leiks.  Þrautin samanstendur af 400m sundi, 20 km hjóli og 3.5 km hlaupi. Keppt var í byrjendaflokki, almennum flokki og fjölskylduþraut. Aðstæður og umgjörð voru með besta móti. Margir keppendur náðu sínum besta árangri í þessari […]