fbpx

Æfingagjöld – Hjólreiðadeild

Skráning er hafin fyrir veturinn 2023-24, smelltu hér!


Öll æfingagjöld gilda til 31. ágúst 2024

1. Félagsaðild (sunnudags útiæfingar) = 7.500,-

Ath að hún er innifalin í öllum öðrum æfingapökkum.

2. Fjarþjálfun (TP) + útiæfingar 29.990

Viðkomandi er í félaginu, er á lokaðri Facebook síðu, fær almennt æfingaprógramm fyrir vikuna og getur mætt á útiæfingar í vetur á sunnudögum og allar útiæfingar næsta sumar.

3. Full aðild með vetrarkorti í Sporthúsinu 89.990

Viðkomandi er í félaginu, er á lokaðri Facebook síðu, fær almennt æfingaprógramm fyrir vikuna, æfingar á wattahjólum í Sporthúsinu, vetrarkort í Sporthúsinu og getur mætt á allar útiæfingar hjá félaginu.

4. Ef viðkomandi er með kort í Sporthúsinu þá kostar leið 3 krónur 39.990.

Samstarf við hlaupahóp Breiðabliks (hvor deild veitir 5þús króna afslátt af æfingagjöldum) og hægt að fá árskort í sundlaugar Kópavogs á afslætti.

Innifalið í iðkendagjöldum Breiðabliks er:
• Þjálfun við bestu aðstæður með vel menntuðum þjálfurum

  • Hafi æfingagjöld ekki verið greidd inna tveggja vikna og barnið verið við æfingar  verður sendur greiðsluseðill á forráðamenn.
  • Ef forráðamaður vill breyta greiðslumáta eftirá leggst á aukagjald 1.500 kr
  • Veittur er 5% systkina/millideildarafsláttur
  • Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Breiðabliks og hafi ekki verið gengið frá æfingagjöldum eftir eina ítrekun má búast við að þjálfarar vísi iðkendum af æfingum. Einnig eru þessir iðkendur ekki tryggðir á æfingum, sjá nánar á vef félagsins: https://breidablik.is/um-okkur/trygging-idkenda/
  • Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur þess fer á.  Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu.
  • Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið innheimta@breidablik.is
  • Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkendans verður ekki tekin gild.
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd nema að góð og gild ástæða sé fyrir því að barnið hætti s.s. búferlaflutningur og/eða meiðsli. Hafa skal samband á innheimta@breidablik.issem afgreiðir umsóknir.
  • Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundastyrk Kópavogsbæjar