Félagssvæði

Skákæfingar eru í stúkunni við Kópavogsvöll. Gengið inn á jarðhæð í gegnum hlið eins og verið sé að fara á fótboltaleik og þaðan inn í glerbygginguna. Mánudagsæfingarnar fyrir þá yngri í Kórnum eru í stofu nr 78 (Hörðuvalla-skólastofa í Kórnum).

Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari: halldorgretar@isl.is

Skákæfingar í skólum í Kópavogi

Skákkennsla er í mörgum skólum í Kópavogi. Þeir áhugasömustu mæta svo líka á skákæfingar hjá taflfélögum eins og t.d. Skákdeild Breiðabliks og Skákakademíu Kópavogs.

Hérna er yfirlit yfir þá skóla sem eru skákkennslu. Best er að hafa samband við skákkennarana til að fá upplýsingar um núverandi dagskrá:

Salaskóli
Kennari: Sigurlaug Friðþjófsdóttir (sigurlaug@kopavogur.is), Tómas Rasmus (tomas@rasmus.is).
Áhersla er lögð á skákstarf í Salaskóla og státar skólinn af nokkrum öflugustu skákmönnum landsins og reyndar heimsins í sínum aldursflokki.
Skáksveit skólans hreppti heimsmeistaratitil sumari 2007. Auk þess hefur skólinn hampað Íslandsmeistaratitlum og Norðurlandameistaratitli.
Nánar: http://salaskoli.kopavogur.is

Álfhólsskóli
Kennari: Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna í skák lenkaptacnikova@yahoo.com

1. bekkur: á mán. og þri. 14:05-14:45
2. bekkur á mán. og þri. 13:25-14:05
3. og 4. bekkur á mið og föst. 13:25-14:45
Úrvalsflokkur á þriðjudögum 14:45-15:45

Skráning hjá Steinþóri Andra (steinthorandri@kopavogur.is) í dægradvöl. Tímanir eru opnir jafnvel fyrir krakka sem eru ekki í dægradvöl. Nánar: http://www.alfholsskoli.is/

Smáraskóli
Kennari: Björn Karlsson (bjornK@smsk.kopavogur.is)
Nánar: http://www.smaraskoli.is

Vatnsendaskóli
Kennari: Einar Ólafsson (einarolafsson1948@gmail.com) og Birna Hugrún Bjarnardóttir  (birnahb@kopavogur.is)
Nánar: http://www.vatnsendaskoli.is/

Hörðuvallaskóli
Kennari: Gunnar Finnson (gunnarf@ismennt.is)
Í Dægradvöl eru nokkrir hópar í gangi og þurfa foreldrar sérstaklega að skrá börnin í þá. Hóparnir eru skák og kór.
Nánar á: http://www.horduvallaskoli.is/