Sumarnámskeið Breiðabliks 2023

Þegar búið er að skrá á námskeið þá er hægt að ná í appið hérna:

https://www.sidelinesports.com/downloads-athletes/

Hérna eru svo leiðbeiningar fyrir appið:

https://youtu.be/oEX2xk3uHDU

Allar spurningar varðandi skráningu/greiðslu skulu sendar á innheimta@breidablik.is

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi ásamt því að bjóða uppá Rafíþróttanámskeið í Arena (Smáratorgi) fyrir 7 til 15 ára og sundnámskeið í Kópavogs– og Salalaug fyrir 4 til 10 ára börn.

Í Smáranum og Fagralundi eru námskeiðin frá kl. 09.00–12.00 og kl. 13.00–16.00, hægt verður að kaupa gæslu kl. 08.00-09.00, 16.00-17.00 og hádegismat /gæslu kl. 12.00–13.00.

Rafíþróttanámskeiðin verða frá kl. 09.00–15.00 með möguleika á gæslu kl. 15.00-16.00.

Sundnámskeiðin bjóða svo upp á níu mögulegar tímasetningar yfir daginn þar sem hver tími er 45mín.

Sundnámskeiðin standa í 2 vikur(10 virka daga) á meðan öll önnur námskeið standa yfir í 1 viku(5 virka daga).

Boðið verður uppá eftirfarandi sumarnámskeið:

  • Ævintýranámskeið ( Smáranum og Fagralundi )
  • Frjálsíþróttanámskeið ( Smáranum )
  • Knattspyrnunámskeið ( Smáranum og Fagralundi )
  • Körfuboltanámskeið ( Smáranum og Fagralundi )
  • Karatenámskeið ( Smáranum )
  • Skáknámskeið ( Smáranum )
  • Sundnámskeið ( Kópvogs – og Salalaug )
  • Rafíþróttanámskeið ( Arena Smáratorgi )

Staðsetning og tímatafla námskeiðanna:

SMÁRINN ( börn fædd 2011–2016)

12.-16. júní 19. – 23. júní 26. – 30. júní 03. – 07. júlí *10. – 13. júlí 17. – 21. júlí 24. -28. júlí 29.júlí -13.ágúst 14. – 18. ág.
Smárinn
kl. 09.00–12.00
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Skák
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Frjálsar
Karate
Körfubolti
Frí Frjálsar
Karate
Körfubolti
Smárinn
kl. 13.00–16.00
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra
Frí Fótbolti
Frjálsar
Ævintýra

*Fjögurra daga námskeiðsvika þann 10.-13. júlí því að Símamótisleikir hefjast á svæðinu að morgni föstudagsins 14. júlí

FAGRILUNDUR ( börn fædd 2011–2016)

12. -16. júní 19. – 23. júní 26. – 30. júní 03. – 07. júlí *10. – 13. júlí 17. – 21. júlí 24. – 28. júlí 29.júlí -13.ágúst 14. – 18. ág.
Fagrilundur
kl. 09.00–12.00
Ævintýra Ævintýra Ævintýra Ævintýra Ævintýra Ævintýra Ævintýra Frí Ævintýra
Fagrilundur
kl. 13.00–16.00
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Fótbolti
Körfubolti
Frí Fótbolti
Körfubolti

*Fjögurra daga námskeiðsvika þann 10.-13. júlí því að Símamótisleikir hefjast á svæðinu að morgni föstudagsins 14. júlí

ARENA-SMÁRATORGI ( börn fædd 2008–2016)

12. – 16. júní 19. – 23. júní 26. – 30. júní 03. – 07. júlí 10. – 14. júlí 17. – 21. júlí 24. – 28. júlí 29.júlí -13.ágúst 14. – 18. ág.
Arena
kl. 09.00–15.00
Rafíþróttir Rafíþróttir Rafíþróttir Rafíþróttir Rafíþróttir Rafíþróttir Rafíþróttir Frí Rafíþróttir

SALALAUG ( börn fædd 2013–2019)

SUND 8:00-8:45 8:45-9:30 9:30-10:15 10:15-11:00 11:00-11:45 11:45-12:30 12:30-13:15 13:15-14:00 14:00-14:45
5. – 16. júní Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Mix Mix 9+ ára 9+ ára
19. – 30. júní Mix Mix Mix Mix Mix Mix Mix 9+ ára 9+ ára
3. – 14. júlí Mix Mix Mix Mix Mix Mix Mix 9+ ára 9+ ára

KÓPAVOGSLAUG ( börn fædd 2013–2019)

SUND 8:00-8:45 8:45-9:30 9:30-10:15 10:15-11:00 11:00-11:45 11:45-12:30 12:30-13:15 13:15-14:00 14:00-14:45
5. – 16. júní Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli Leikskóli
19. – 30. júní Mix Mix Mix Mix Mix Mix Mix 9+ ára 9+ ára
3. – 14. júlí Mix Mix Mix Mix Mix Mix Mix 9+ ára 9+ ára
Verðskrá fyrir Smárann og Fagralund Öll verð miðast við 1 viku(5 virka daga) nema sundið
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.) 8.000
Hádegismatur+gæsla (kl 12-13) 4300 (Aðeins í boði í Smáranum)
Gæsla í 1 klst á dag (Hægt að velja klukkan 8-9, 12-13 og 16-17) 2.200
-Hægt er að búa til heilan dag með því að blanda saman tveimur námskeiðum og mat/gæslu *10.-13.júlí er fjögurra daga námskeiðsvika sökum Símamótsins, þá dregst 1/5 af verðunum
Verðskrá fyrir rafíþróttanámskeið (6 klst.) 19.900
Gæsla klukkan 15:00 til 16:00 2.200
Verðskrá fyrir sundnámskeið (45 mín á dag) 15.000 (2 vikur – 10 virkir dagar)
Breytingargjald (færsla á milli námskeiða eftir að fyrsti dagur rennur upp) 1.500

Allar spurningar varðandi skráningu/greiðslu skulu sendar á innheimta@breidablik.is

Almennar upplýsingar.

Gert er ráð fyrir að allir taki með sér hollt og gott nesti fyrir hvert 3 klst. námskeið, tvö nesti fyrir 6 klst námskeið.
EKKERT nesti má innihalda hnetur þar sem að börn með bráðaofnæmi gætu verið á meðal þátttakenda.
Mikilvægt er að iðkendur komi klæddir bæði fyrir inni- og útiveru enda er stefnan að fara aðeins út á hverjum degi nema veðurviðvörun sé á svæðinu.

Foreldrar/forsjáraðilar barna með sérþarfir býðst að sækja um stuðning fyrir börn á námskeiðin og hvetjum við viðkomandi aðila að nýta sér það. Umsókn um stuðning
Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef þátttaka er dræm og einnig áskilur félagið sér rétt til þess að loka skráningu ef fjöldi fer yfir viðmið.
Félagið áskilur sér rétt til þess að breyta dagskrá námskeiða eftir veðri og mætingu.

ATH. Ekki er tekið við börnuum fyrr er 5 mínútum fyrir upphaf hvers námskeiðs – hægt er að kaupa gæslu fyrir þá sem þurfa að mæta fyrr með sín börn.
Í Smáranum og Fagralundi er mæting í íþróttasal húsanna þar sem leiðbeinendur taka á móti þeim.
Mikilvægt er að sækja börnin á réttum tíma og láta leiðbeinanda/starfsfólk vita að barnið sé sótt.

Lýsing á námskeiðum:

Á fótbolta-, frjálsíþrótta-, karate-, körfubolta-, sund- og skáknámskeiðum verða undirstöðuatriði greinanna kynnt fyrir iðkendum í bland við skemmtilega leiki sem henni tengjast.

Á ævintýranámskeiðunum verður farið í ýmislega leiki, íþróttir, göngutúra og jafnvel fjöruferðir svo eitthvað sé nefnt.

Sundnámskeið – Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið í Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.

Allar fyrirspurnir varðandi námskeiðin sjálf skulu sendar á netfang sumarnámskeiða Breiðabliks.

Spurningar varðandi skráningu/greiðslu skulu hinsvegar sendar á innheimta@breidablik.is

Breiðablik – Dalsmári 5
Sími: 591-1100