Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram í Uppsala í Svíþjóð helgina 10.-11. febrúar. Ellefu íslenskir keppendur tóku þátt á mótinu.

Irma Gunnarsdóttir þrautakona í Breiðabliki hafnaði í 7. sæti í langstökki með ágætis árangri er hún stökk 5,66 m.

Irma hefur verið að bæta sig mikið á undanförnum mótum. Hennar besta árangri í langstökki náði hún á Reykjavík International Games þá stökk hún 5,91 m.  Það verður gaman að fylgjast með Irmu í framtíðinni og óskum við henni til hamingju með árangurinn.