Á ársþingi UMSK hlutu fjórir Blikar viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum. Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona var útnefnd sem íþróttakona UMSK 2017.

Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu ári.  Hún var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi síðast liðið sumar.  Þar lék hún alla 3 leiki liðsins í byrjunarliði og skoraði eina mark Íslands á EM. Fanndís átti einnig framúrskarandi leik með landsliði Íslands sem vann Ólympíumeistara Þjóðverja í undankeppni HM í sumar, þetta var fyrsti ósigur Þjóðverja í undankeppni HM í 20 ár.  Í ágúst gekk Fanndís svo til liðs við Marseille, eitt af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar.

Aðrir Blikar sem hlutu viðurkenningu voru Sindri Hrafn Guðmundsson sem hlaut Frjálsíþróttabikar UMSK, Agla Jóna Sigurðardóttir hlaut Skíðabikar UMSK og Bryndís Bolladóttir hlaut Sundbikar UMSK.

Sindri Hrafn Guðmundsson – Frjálsíþróttabikar UMSK

Agla Jóna Sigurðardóttir – Skíðabikar UMSK

Bryndís Bolladóttir – Sundbikar UMSK