Þrír Blikar til Hollands með U17

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í milliriðli Evrópumótsins í Hollandi. Alls voru 18 leikmenn valdir auk sex leikmanna til vara.

Þrír Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir:
Andri Fannar Baldursson
Karl Friðleifur Gunnarsson 
Stefán Ingi Sigurðarson

Tveir Blikar eru til vara og gætu mögulega verið kallaðir í hópinn ef forföll verða en það eru þeir Benedikt V.Waren og Danijel Dejan Djuric.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og um leið góðs gengis í Hollandi.