Aðalfundur sunddeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 7. mars 2018 kl 20:00 í veislusalnum í Smáranum á 2. hæð.

DAGSKRÁ:

1. Fundarsetning. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Skýrsla gjaldkera
4. Kosning í stjórn
5. Önnur mál

Lýst er eftir framboðum í stjórn – formaður, varaformaður, og einn meðstjórnandi.
Undirritaður lætur af störfum sem formaður og því verður nýr formaður kosinn auk þess sem
Þröstur Jónsson meðstjórnandi hættir og því vantar meðstjórnandi og varaformann. Áhugasamir geta sent tölvupóst á blikarsund@gmail.com

Ég vil hvetja alla til að mæta og taka þátt í að móta starf sunddeildarinnar.


Fyrir hönd sunddeildar Breiðabliks,
Ragnar Viktor Hilmarsson
Formaður sunddeildar Breiðabliks