Coerver Coaching og knattspyrnudeild Breiðabliks hafa gert með sér nýtt samkomulag til 3ja ára. Undanfarin þrjú ár hefur félagið átt frábært samstarf við Coerver Coaching. Iðkendur Breiðabliks hafa notið góðs af þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching. Þá hafa iðkendur notið góðs af frábærum námskeiðum sem haldin hafa verið. Einnig hafa þjálfarar félagsins verið kynntir fyrir æfingaáætlun Corver Coaching. Mikil ánægja er hjá knattspyrnudeild Breiðablik með samkomulagið og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.