Þrír uppaldir Blikar semja

Þær Hugrún Helgadóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Tinna Harðardóttir hafa skrifað undir samning við Breiðablik.

Þessir uppöldu Blikar hafa verið fastamenn í úrtakshópum KSÍ. Á undanförnum mánuðum hafa þær spilað með meistaraflokki Augnabliks en Augnablik samanstendur af efnilegum leikmönnum úr 2. og 3.flokki Breiðabliks ásamt nokkrum reyndari leikmönnum.

Á dögunum voru þær Hugrún, Bergþóra og Tinna kallaðar í meistaraflokk Breiðabliks og voru í hóp í 3-2 sigri gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í gær. Þær Bergþóra og Tinna komu báðar við sögu í leiknum.

Á næstu dögum verða þær lánaðar aftur í Augnablik þar sem þær munu halda áfram að þróa sinn leik ásamt öðrum efnilegum Blikastelpum.

Við óskum stelpunum til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni