Breiðablik hefur náð samkomulagi við Bodø/Glimt í Noregi um að Oliver Sigurjónsson komi á tímabundnu láni til Breiðabliks.
Oliver sem er 23 ára gamall miðjumaður hefur leikið 70 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 5 mörk. Þá á hann að baki tvo A landsleiki auk þess að hafa leikið 50 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 15 mörk. Hann gekk til liðs við Bodø/Glimt í júlí fyrra og gerði þriggja ára samning við liðið. Oliver hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur nú náð sér af þeim. Oliver kom til liðs við Blikaliðið í æfingaferð liðsins á Spáni í gær og hóf æfingar með liðinu í dag.

Breiðablik býður Oliver velkominn heim og væntir mikills af honum á vellinum í sumar.