Breiðablik tekur þátt í Nordic Pre-season Champion Cup 2018 í Finnlandi um helgina (7.- 8. apríl). Um er að ræða sterkt mót fyrir stúlkur fæddar 2003-2004 og fékk Breiðablik boð um að senda eitt lið til keppni. Um boðsmót er að ræða þar sem sterkum liðum frá Norðurlöndunum er boðin þátttaka.

Valdar voru 20 stúlkur fæddar 2003 og 2004 af þjálfurum til að taka þátt. Stelpurnar héldu til Helsinki snemma í morgun og hefja leik í fyrramálið. Þær munu spila fimm leiki á tveimur dögum, leiktími er 2×25 mínútur. Hægt er að fylgjast með mótinu á eftirfarandi vefsíðu: https://pk35.torneopal.fi/

Við óskum stelpunum góðs gengis á mótinu!