Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Breiðabliks verður haldið með pompi og prakt miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi, síðasta vetrardag. Gleðin mun fara fram í veislusal Smárans.

Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð frá Kokkunum veisluþjónustu og í bland við borðhald verða skemmtiatriði, verðlaunaafhending og taumlaus gleði fram á rauða nótt.

Veislustjóri verður hinn eini sanni Kjartan Atli Kjartansson, sem við þekkjum öll sem þáttastjórnanda Domino´s körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport.

Þá mætir á svæðið ástralski grínistinn og uppistandarinn Jonathan Duffy og kitlar hláturtaugar viðstaddra eins og honum einum er lagið.

Miðaverð eru litlar 4.900 krónur og hægt er að panta miða annaðhvort í síma 846 7170, eða með því að senda tölvupóst á halldor@breidablik.is.

Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.

Láttu gleðina ekki fram hjá þér fara og tryggðu þér miða í tæka tíð.