Björk Gunnarsdóttir og Erna Freydís Traustadóttir hafa samið við Breiðablik um að spila með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð, en þær eru báðar uppaldar í Njarðvík.

Björk er fædd árið1998 og spilaði alla leiki Njarðvíkur á síðustu leiktíð og var lykilmanneskja í leik þeirra. Björk er leikstjórnandi og var með 6,3 stig, 3,2 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá er Björk hluti af U20 landsliði kvenna.

Erna Freydís er fædd árið 1999 og spilaði einnig alla leiki Njarðvíkur á síðustu leiktíð. Erna er bakvörður og var með 3,4 stig og 1,5 frákast að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Hún á að baki nokkra unglingalandsleiki.

Margrét þjálfari hafði þetta að segja um félagaskiptin:

“Ég er hæstánægð að þær vilji leggja Blikum lið í vetur. Þekki þær vel, en ég þjálfaði þær báðar í Njarðvík og í landsliðum. Þær koma með reynslu og góða undirstöðu í annars flott Blikalið sem er að megin upplagi Blikastelpur”.

Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í Breiðablik

Áfram Breiðablik, alltaf, allastaðar.