Breiðablik og Brentford hafa komist að samkomulagi um að Patrik Sigurður Gunnarsson gangi til liðs við síðarnefna félagið.  Brentford er í ensku Championship deildinni sem er sú næst efsta á Englandi.

Patrik sem er fæddur árið 2000 er uppalinn Bliki og byrjaði að æfa í 8.flokki félagsins. Hann hefur verið reglulegur partur af meistaraflokkshópi Breiðabliks undanfarin tvö keppnistímabil en í vor var hann lánaður til ÍR í Inkasso deildinn. Þar spilaði hann fimm leiki í deild og þrjá í bikar. Patrik hefur leikið 10 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd með U17 og U18.

Patrik er þriðji leikmaðurinn úr 2000 árganginum sem gengur til liðs við atvinnumannalið erlendis. Á síðasta ári fóru þeir Arnór Borg Guðjohnsen og Ágúst Eðvald Hlynsson til erlendra liða.

Blikar óska Patrik til hamingju með þennan áfanga og um leið velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með okkar manni í Brentford.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

s