Sunnudaginn 8. júlí komu Blikar saman og perluðu af Krafti í Smáranum í Kópavogi. Blikar voru með þessu að reyna að ná Perlubikarnum til sín. Um 250 manns mættu á svæðið og perluðu á fullu í fjóra klukkustundir. Keppnisskapið var við völd og náðu Blikar að perla 2106 armbönd.

Blikar voru það metnaðarfullir að ná að perla sem flest armbönd að böndin fyrir armböndin kláruðust og þurfti sjálfboðaliði að þeytast út í næstu búð til að redda fleiri böndum. Af þeim sökum var ákveðið að framlengja um hálftíma. Blikar eru nú í þriðja sæti í Perlubikarnum en hafa náð að perla mest af öllum liðum á höfuðborgarsvæðinu.