Um helgina 18.-20. janúar fer fram Ísey Skyrmótið í Fífunni. Um það bil 800 iðkendur munu taka þátt í mótinu og er því búist við að vel yfir 1000 gestir munu leggja leið sína Smárann yfir helgina.

Því verður mikil umferð um svæðið og erfitt að fá bílastæði.

Við hvetjum fólk til þess að vera tímanlega á ferðinni og sýna biðlund og þolinmæði.

Við vekjum athygli ykkar á því að það eru góð bílastæði að finna fyrir ofan Kópavogsvöll.