Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert samning við Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðing um að Viðar verði í ráðgefandi hlutverki fyrir deildina á næstu misserum og komi þar að ; greiningu, fræðslumálum, eflingu innra starfs og þróun- og stefnumörkun deildarinnar

Dr. Viðar er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur allt fá aldamótum einnig starfað sem ráðgjafi fyrir ýmsar íþróttastofnanir, sérsambönd og mörg af bestu íþróttaliðum landsins, félagslið sem og landslið. Viðar hefur í rannsóknum sínum, og ráðgjafarvinnu, verið leiðandi í því að beina sjónum að félagslegum forsendum árangurs og skoðað sérstaklega hvernig kúltúr mótar stemningu og árangur liða og hópa á ýmsum sviðum. Viðar hefur birt fjölda rannsókna á félagslegri umgjörð árangurs, haldið fyrirlestra víða um heim, og meðal annars skrifað rannsóknarbókina “Sport in Iceland: How Small Nations Achieve International Success.” Nánari upplýsingar um störf Viðars má finna hér: www.uni.hi.is/vidarh

Við bjóðum Viðar Halldórsson velkominn í Blikafjölskylduna. Hann mun hjálpa okkur við að gera gott starf enn betra.