Menntaskólinn í Kópavogi býður nemendum og foreldrum að koma á kynningu á nýstofnuðu afrekssviði skólans.

Markmiðið með sviðinu er að bjóða nemendum skólans sem stunda keppnisíþróttir vettvang til að stunda þær samhliða námi.

Farið verður yfir uppbyggingu námsins og inntökuskilyrði ásamt því að svara spurningum viðstaddra.

Kynningin verður miðvikudaginn 8. maí kl. 8.00 á annarri hæð Menntaskólans í Kópavogi.