Vilhjálmur ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks

Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Hlutverk Vilhjálms er að annast málefni sem snúa að þróun þjálfunar í samvinnu við yfirþjálfara, efla og bæta þjónustu knattspyrnudeildar og vinna að gæðamálum.

Vilhjálmur er menntaður grunnskólakennari, með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur lokið KSÍ A þjálfaragráðu. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari og mannauðsstjóri um langt skeið til að mynda hjá Garðabæ en starfaði síðast sem deildarstjóri mannauðslausna hjá Advania. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun og hefur þjálfað hjá bæði FH og Breiðablik bæði karla- og kvennaflokka ásamt því að starfa sem leiðbeinandi á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Að undanförnu hefur hann stýrt liði Augnabliks í Inkasso deild kvenna og mun gera áfram.

Knattspyrnudeild Breiðabliks sem er stærsta knattspyrnudeild landsins væntir mikils af honum í framtíðinni.