Blikar léku vel þegar þeir unnu Fjölni í úrslitaleik Íslandsmótsins í 3.flokki A liða sem fram fór á Kópavogsvelli í gær. Blikar sigruðu sterkt lið Fjölnis 3-2 og það voru þeir Tómas Orri Róbertsson og Benóný Breki Andrésson sem skoruðu mörk Blika. Það var kærkomið að sigra Fjölnisliðið því Blikar töpuðu einmitt fyrir Fjölni 3-1 í úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fór þann 22. september síðastliðinn.

En A liðið var ekki eina liðið sem lék vel í sumar því Breiðablik 2 lék einnig vel og komst í úrslitakeppnina og lék gegn Aftureldingu en þurfi að láta í minni pokann gegn þeim.

Blikar áttu einnig fulltrúa í úrslitakeppni B og C liða en komust ekki í sjálfan úrslitaleikinn.

Það má því með sanni segja að flokkurinn hafi staðið sig frábærlega í sumar.