Í síðasta mánuði fjárfesti Barna- og Unglingaráð Breiðabliks, með rausnarlegri aðstoð Heimilistækja, í tveimur TeqLite borðum frá TeqÍsland.

Um er að ræða glænýja hönnun og hugmynd fyrir „íþrótt“ sem flestir þekkja sem skalla-/fótboltatennis. Á heimasíðu TeqÍsland má finna nokkrar hugmyndir að leikjum sem hægt er að spila á borðunum.
„Barna- og unglingaráð Breiðabliks er þakklátt fyrir að eiga öfluga bakhjarla sem geta komið að skemmtilegum verkefnum með okkur. Þessi borð munu skapa flottar og áhugaverðar nýjungar við æfingar og þjálfun allra flokka,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Barna- og unglingaráðs Breiðabliks.
„Það er mjög ánægulegt að geta aðstoðað Breiðablik við að bæta aðstöðuna með þessum tækjakaupum. Heimilistæki óskar Breiðabliki til hamingju með nýju æfingaborðin, og við vonum að þau komi að góðu gagni við þjálfun afreksfólks framtíðarinnar,“ segir Hlíðar Þór Hreinsson, f.h. Heimilistækja ehf.
Meðfylgjandi eru myndir af nýkrýndum íslandsmeisturum í 3.flokki karla við vígslu borðanna á sínum tíma.