Jólaleikur Knattspyrnudeildar og Blikar TV

Föstudaginn 18.desember fór af stað Jólaleikur knattspyrnudeildar Breiðabliks og Blikar TV.

Til að taka þátt þarf að taka upp myndband sem inniheldur iðkanda gera fótboltatrix eða brellu og setja á Instagram undir #jolaleikurblika.

Öll myndbönd sem birt eru fyrir 24. desember fara í pott og dregið er úr myndböndunum.

Í vinning eru treyjur áritaðar af Gylfa Sigurðssyni leikmanni Everton og ýmiskonar Blikavarningur.

Hér er kynning á leiknum: https://www.youtube.com/watch?v=-Nyc0Ndz5bM