U-21 landslið karla í knattspyrnu hefur í dag leik á lokamóti EM.

Sex uppaldir Blikar eru í íslenska hópnum. Um er að ræða bræðurna Willum Þór og Brynjólf Andersen Willumssyni, Andra Fannar Baldursson, Kolbein Þórðarson og markverðina Patrik Sigurð Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.

Núverandi leikmaður Breiðabliks, varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson, er einnig í hópnum en hann er uppalinn í Mosfellsbænum.

Síðast en ekki síst þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen með Breiðablik tímabilin 2017 og 2018, en framherjinn stæðilegi er uppalinn í efri byggðum Kópavogs.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Á sunnudaginn etja íslensku strákarnir kappi við frændur sína, Dani. Riðlakeppninni lýkur svo á miðvikudaginn þegar Íslands og Frakkland mætast.

Allir leikur Íslands verða í beinni á RÚV.