Í gær var dregið í Europe Conference League, sem er ný tegund af evrópukeppni félagsliða.
Strákarnir okkar drógust gegn Racing FC frá Lúxemborg.
Fyrri leikurinn fer fram í Lúxemborg þann 8. júlí.
Seinni leikurinn fer svo fram á Kópavogsvelli þann 15. júlí.
Einnig var dregið í næstu umferð keppninnar.
Ef strákunum tekst að leggja Racing FC að velli þá mæta þeir Austria Wien.
Fyrri leikurinn færi fram í Austurríki þann 22. júlí og seinni leikurinn yrði svo spilaður á Kópavogsvelli þann 29. júlí.