Á mánudaginn síðastliðinn, 15.nóvember, fór aðalfundur knattspyrnudeildar fram í veislusal Smárans.
 
Um hefðbundin fundarstörf var að ræða ásamt því að ný stjórn var kjörin.
 
Fundarstjóri var Andrés Pétursson og fundarritari var Hákon Gunnarsson.
 
Hæst ber að nefna að Flosi Eiríksson er tekinn við sem formaður deildarinnar en forveri hans, Orri Hlöðversson, ákvað að láta gott heita af formennsku.
 
Aðrir stjórnarmenn:
Birna Hlín Káradóttir
Bjarni Sigurður Bergsson
Halldór Arnarsson
Helgi Aðalsteinsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Jóhann Þór Jónsson