Á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fram fór síðastliðinn mánudag, 15. nóvember, voru tvö silfurmerki afhent.

Það voru Margrét Ólafsdóttir og Ingólfur Magnússon sem hlutu þann heiður að vera sæmd silfurmerki félagsins.

Hér fyrir neðan má lesa stutta texta um þessa sönnu blika:

 

Margrét Ólafsdóttir

Margrét hefur verið virkur meðlimur í Barna og unglingaráði frá því í ársbyrjun 2016

Sérþekking Margrétar á skipulagsmálum hefur sannarlega komið Símamótinu vel til góða og fyrir hennar tilstilli er trúlega búið að hámarka nýtingu á hverjum einasta fermetra sem hægt er að nýta undir kappleiki á félagssvæði Breiðabliks.  Margrét hefur einnig stutt vel við umsjónarmenn yngri flokka í ráðgjöf við mót og skipulagningu fjáraflana ásamt fleiri verkefnum fyrir hönd Barna og Unglingaráðs.  Margrét er réttsýn og ákveðin og hefur margt mjög gott fram að færa þegar leiða þarf fram lausnir á snúnum verkefnum sem snúa að okkar iðkendum og foreldrum þeirra.
Margrét Ólafsdóttir er sannur Silfurbliki

 

Ingólfur Magnússon

Ingólfur hefur verið meðlimur í Barna og unglingaráði sömuleiðis frá því í ársbyrjun 2016

Ingólfur er afskaplega nákvæmur og skipulagður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur og hefur hann meðal annars tekið að sér að innleiða nýttt mótakerfi fyrir bæði Símamótið og Janúarmót 5 fl karla og farist það einstaklega vel úr hendi.

Ingólfur hefur sterkar skoðanir á fótbolta og hefur góða sýn á það sem þarf til að gera unglingastarfið okkar enn betra og styður þannig afskaplega vel við faglega hlutann í okkar starfi.
Ingólfur Magnússon er sannur Silfurbliki