Á miðvikudaginn næstkomandi 8. nóvember fer fram stórleikur Breiðabliks og Real Madrid á Kópavogsvelli.

Um er að ræða síðasta heimaleik stelpnanna okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta árið.

Síðasti útileikur stelpnanna í keppninni fer svo fram 16. desember í París.

Það er ekki á hverjum degi sem eitt stærsta knattspyrnulið sögunnar mætir til landsins og hvað þá í Kópavoginn.

Ekki láta þetta síðasta Meistaradeildarkvöld í Kópavogsdalnum í bili framhjá þér fara.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is, smellið hér fyrir miða.