Skráning er hafin á vorönn rafíþróttadeildar Breiðabliks.

Smellið hér til að skoða skráningarmöguleikana.

Nánari upplýsingar er svo að finna á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is, undir “Rafíþróttir”.

Um er að ræða önn númer tvö hjá þessari glænýju og spennandi deild okkar.

Við erum virkilega þakklát fyrir góðar móttökur á deildinni og þátttökuna á haustönninni sem senn er á enda.

Okkur þykir frumraunin hafa tekist vel til og getum við ekki beðið eftir komandi tímum.

Við lofum ykkur því að vorönnin verður enþá betri enda haldast gæði oftast í hendur við reynslu sem er nú töluvert meiri en var í upphafi.

Eins og áður hefur komið fram þá er aðstaða deildinnar í Arena, Smáratorgi sú flottasta á landinu.

Hægt er að skoða aðstöðuna hjá Arena alla daga vikunnar ásamt því að grípa í pinnann eða músina gegn vægu gjaldi, að ógleymdum veitingastaðnum Bytes.

Sjá nánar um opnunartíma, verðskrá og annað á heimasíðu Arena eða með því að smella hér.

Vert er að minna á að það kostar ekkert að koma og prófa 1-2 æfingar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Ps. allar spurningar varðandi skráningu og greiðslur skulu sendar á innheimta@breidablik.is.

Aðrar spurningar varðandi starf deildarinnar skulu sendar á yfirþjálfarann Þóri Viðarsson, thorir@arenagaming.is