Síðastliðið haust, þann 9. nóvember, spiluðu stelpurnar okkar í úkraínsku borginni Kharkív sem hluti af riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þessi keppnisferð sem slík hlaut mikið lof á sínum tíma. Völlurinn í hæsta gæðaflokki enda verið notað á EM, hótelið eitt það flottasta sem margar höfðu séð ásamt því að mannlífið var einkar friðsælt og gott.

Í dag, einungis rúmum fjórum mánuðum síðar, er því miður ekkert friðsælt lengur við ástandið í borginni. Rússneski herinn réðst, eins og flestir ættu að vita, inn í Úkraníu núna í lok febrúar og er Kharkív stærsta borgin sem Rússar hafa hertekið eins og staðan er í dag.

Í kjölfarið á hræðilegu fréttunum af innrás Rússa fengu stelpurnar okkar þær frábæru hugmynd að setja af stað söfnun fyrir Úkraínu.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.

Á meðfylgjandi myndum má sjá bæði stelpurnar og strákana okkar koma saman fyrir sitthvorn heimaleikinn síðastliðna viku og sýna Úkraínu stuðning.

Fánann á myndunum fengu stelpurnar okkar að gjöf frá Kharkív í haust ásamt treyjunni sem stelpurnar halda á.