Á dögunum skrifaði aðalstjórn Breiðabliks undir þriggja ára samstarfssamning við Íslenska Gámafélagið.

Íslenska Gámafélagið mun koma til með að aðstoða Breiðablik við að setja sér markmið í að bæta sorphirðu og flokkun í höfuðstöðvum félagsins. Tímabær og mikilvæg breyting í takt við breyttar áherslur.

,,Félagið er gríðarlega spennt fyrir samstarfi við Íslenska Gámafélagið og hlökkum við til að vinna með þeim að mikilvægum breytingum fyrir bæði félagið og umhverfið‘‘ segir Eysteinn.

Auður Brá markaðsstjóri Íslenska Gámafélagsins tekur í sama streng og segir að Íslenska Gámafélagið sé mjög spennt fyrir samstarfinu og hlakki til þess að aðstoða Breiðablik við að ná markmiðum sínum og vera til fyrirmyndar í flokkunarmálum.

Á myndinni eru Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, og Auður Brá Hermannsdóttir markaðsstjóri Íslenska Gámafélagsins.