Rafíþróttadeild Breiðabliks kynnir með stolti meistaraflokk í Rocket League sem mun spila í Arena deildinni.

Fyrsti leikmannahópurinn félagsins í efstu deild samanstendur af EmilVald, Paxole, Smushball og Krilla.

Þess má geta að EmilVald og Paxole eru fyrrum leikmenn LAVA esports sem eru ríkjandi íslandsmeistarar.

Á dögunum greindum við frá samningi við lið í efstu deild í Counter Strike og er því óhætt að segja að félagið er í öflugri sókn í rafíþróttasenu landsins.

Það verður spennandi að fylgjast með meistaraflokkunum okkar á Stöð 2 E-sport í vetur ásamt auðvitað öllu yngri flokka starfinu sem hefst næstkomandi mánudag, 5. september.

Hér má sjá frétt Morgunblaðsins um vetrarstarfið okkar ásamt hlekk á skráningarsíðuna.