Entries by

Körfuknattleiksdeildin skiptir yfir í Puma

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks gerði í haust samning við Puma varðandi sölu og þjónustu á fatnaði fyrir deildina. “Margt Smátt” verður umboðsaðilinn og hafa þeir sett upp virkilega fína vefverslun þar sem finna má glæsilegan fatnað og aðrar skemmtilegar vörur. Sjá vefverslun.  

,

Jafnrétti og fjölbreytileiki í íþróttum – Fyrirlestur

Opinn fundur um jafnfrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi. 11. nóvember kl 18:30 í Smáranum og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?v=reG_I45-vwA)   Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til opins fyrirlestrar um jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi með það fyrir augum að virkja og styrkja  foreldra til samstarfs um enn betra íþróttastarf hjá Breiðabliki. Fjallað verður um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif […]

Uppselt á Kópavogsblótið

Það verður að teljast ansi líklegt að þorrablótsleysi þessa árs sé ástæðan á bakvið metsölu næstkomandi blóts. Kópavogsblótið sem haldið verður í Kórnum föstudaginn 21. janúar 2022 seldist nefnilega upp á rúmum 5 klst nú rétt í þessu. Fyrir þá sem ekki muna þá fór blótið fram í Fífunni í fyrra og var það jafnframt […]

Meistaradeildar miðasala!

Miðasala er hafin á heimaleik númer tvö hjá stelpunum okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fimmtudaginn 18. nóvember kemur úkraínska liðið Kharkiv í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 17:45 á Kópavogsvelli. Búast má við hörkuleik þar sem bæði liðin eru í leit að sínu fyrstu stigum í riðlinum. Ekki missa af Meistaradeildarkvöldi í Smáranum. Mætum og styðjum […]

Aukaæfingin skapar meistarann

,,Aukaæfingin skapar meistarann” – (5. og 6.fl)    Knattspyrnudeild Breiðabliks býður upp á námskeiðið ,,Aukaæfingin skapar meistarann“ sem er viðbótarþjónusta fyrir þá iðkendur sem vilja taka meiri framförum.    Áhersluþættir námskeiðsins eru ýmsar tækniæfingar svo sem: knattrak, sendingar, móttaka og skot ásamt undirstöðuatriðum varnarleiks og sóknarleiks.    Námskeiðið er opið öllum í 6. og 5. […]

Fókusþjálfun

10.nóv-15.des verður boðið upp á 6 skipta námskeið í Sporthúsinu fyrir íþróttakrakka Unnið verður með liðleika, jafnvægi, samhæfingu og snerpu. Námskeiðið ber heitið Fókusþjálfun og verður lagt áherslu á að kenna líkamsbeitingu ásamt því að stuðla að forvörnum meiðsla. Aldurshópurinn eru krakkar fæddir 2006-2009 og er verðið 9.900kr. Sjá nánari í viðhengi hér að neðan: […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Stjórn knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar mánudaginn 15. nóvember 2021. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum á 2. Hæðinni í Smáranum og hefst kl. 18:30.   Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur […]

Real Madríd – Breiðablik í kvöld!

Í kvöld fer fram leikur númer tvö hjá stelpunum okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stelpurnar eru núna staddar í höfuðborg Spánar(Madríd) og mæta þar heimakonum í Real Madrid í kvöld á Alfredo Di Stefano leikvangingum. Leikurinn hefst á slaginu 19:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á youtube. Smellið […]

Breiðablik-PSG á miðvikudaginn

Það er heldur betur skammt stórra högga á milli hjá stelpunum okkar þessa dagana. Eftir glæsilegan 4-0 sigur á Þrótti frá Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudagskvöldið síðastliðið er komið að Meistaradeild Evrópu. Á miðvikudaginn næstkomandi, 6. október, mætir stórlið PSG í Kópavoginn og hefst leikurinn á slaginu 19:00. Þetta er fyrsti leikurinn af sex […]

Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna

Þjálfarinn reynslumikli Ásmundur Arnarsson tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Ásmundur mun vera í þjálfarateyminu í fyrsta leik Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem fram fer miðvikudaginn 6.október n.k. þegar Breiðablik tekur á móti PSG. Sá leikur verður jafnframt síðasti leikur Vilhjálms Kára […]