Entries by

Valið á íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogsbæjar 2020 – Bein útsending og sex Blikar í Kjörinu.

Valið á íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogsbæjar 2020 fer fram í dag og á okkar flotta félag sex fulltrúa af tíu í kjörinu. Viðburðurinn byrjar klukkan 17:00 og verður streymt í beinni útsendingu. Hlekkur á streymið fylgir þessari færslu. Við hvetjum alla Blika til þess að skella sér fyrir framan skjáinn og fylgjast grannt með gangi […]

Kópavogsblóti aflýst

Kæru Kópavogsbúar og nærsveitamenn,   Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur um að Þorrablóti félaganna sem fram átti að fara þann 22. Janúar næstkomandi hefur verið aflýst.   Við höfum í nokkurn tíma velt þessum málum fyrir okkur með það að leiðarljósi að geta haldið þennan viðburð á einhvern hátt, rafrænan, í smærri hópum eða […]

Íþróttaskóli Breiðabliks hefst aftur laugardaginn 16. janúar

Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi í gær. Á meðal breytinga er að íþróttaæfingar verða heimilar og ætlum við því að hefja íþróttaskólann nk. laugardag þann 16. janúar en þó með nokkrum takmörkunum. Það verður áfram grímuskylda og eingöngu eitt foreldri með hverju barni. Jafnframt biðjum við hina fullorðnu um að halda 2 metrum sín […]

Böðvar Örn Sigurjónsson – Heiðursbliki

Á fundi heiðursveitinganefndar og aðalstjórnar Breiðabliks í desember var einróma samþykkt að sæma Böðvar Örn Sigurjónsson nafnbótina Heiðursbliki sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir framúrskarandi starf í þágu félagsins. Það voru Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks, og Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, sem heimsóttu Böðvar á heimili hans í dag og afhentu honum viðurkenninguna að viðstöddum […]

Breiðablik á sex fulltrúa í kjöri á íþróttakarli og konu Kópavogsbæjar 2020.

Sex af þeim tíu fulltrúum sem tilnefndir eru sem íþróttakarl og kona Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 koma úr Breiðabliki. Kópavogsbúar geta haft áhrif og kosið um íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2020. Sem fyrr segir stendur valið stendur á milli tíu íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilefningum frá íþróttafélögunum. Kjósa má einn karl og […]

Áramótabrennunni aflýst

Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar  á höfuðborgarsvæðinu.  Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða miðast við  10 manns og mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki  til hópamyndunar. Það er ljóst að […]

Samantekt á fótboltasumri meistaraflokks kvenna.

Inn á stuðningsmannavef knattspyrnudeildar, Blikar.is, má finna yfirgripsmikla samantekt á fótboltasumri meistaraflokks kvenna.   Samantekt og grafík voru unnin af okkar bestu mönnum þeim Eiríki Hjálmarssyni og Pétri Ómari, þökkum við þeim vel fyrir. Þetta er frábær lesning yfir morgunbollanum.   Smelltu hér til að lesa.

Samantekt á fótboltasumri meistaraflokks karla.

Inn á stuðningsmannavef knattspyrnudeildar, Blikar.is, má finna yfirgripsmikla samantekt á fótboltasumri meistaraflokks karla.   Samantektin var unnin af okkar allra besta Blika, Pétri Ómari og þökkum við honum vel fyrir. Þetta er frábær lesning yfir morgunbollanum.   Smelltu hér til að lesa.

Stórsigur Skákdeildar Breiðabliks á Íslandsmóti ungmenna um helgina

Íslandsmót Ungmenna fór fram um helgina og tóku um 40 iðkendur Skákdeildar Breiðabliks þátt á mótinu. Stóðu þau sig frábærlega og náðu alls 12 verðlaunum og þar af 5 Íslandsmeistaratitlum. Keppt var í flokkum U8, U10, U12 og U14/U15. Myndir af verðlaunahöfum okkar má sjá hér að neðan. U8 drengja 1.sæti  Birkir Hallmundarson Birkir Hallmundarson […]

Forsala hafin á nýju Blika treyjunni

Forsala á nýju keppnistreyju Breiðabliks í knattspyrnu er hafin á vefverslun Errea Nýr Aðalbúningur, varabúningur og markmannsbúningur. Nýr litur á stuttbuxum. Nýr litur á sokkum. Afhending á keyptum treyjum fer fram dagana 14-18 desember í verslun Errea, Bæjarlind 14-16. Til þess að finna réttu stærðina er hægt að mæta og máta nýju keppnistreyjuna í verslun […]