Entries by Halldór

Búningasöludagur Körfuknattleiksdeildar og ERREA

Körfuboltinn er farinn að rúlla af stað og því ekki seinna vænna en að græja sig upp fyrir veturinn Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og ERREA standa frammi fyrir BÚNINGASÖLUDEGI í Smáranum. Á staðnum verður hægt verður að máta og panta keppnisbúninga sem og annan Breiðabliks ERREA fatnað. Í ljósi aðstæðna eru vestum ekki lengur dreift á æfingum […]

Íþróttaskóli Breiðabliks: Fyrsti tíminn 5.sept. í Kópavogsdal – Ratleikur

Íþróttaskólinn byrjar aftur laugardaginn 5.sept. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30. Við ætlum að hefja önnina á ratleik í Kópavogsdal, hittumst í Leikskólalund fyrir neðan Digraneskirkju. Þar förum við í góðan göngutúr/ratleik, þar sem finna þarf þekktar teiknimyndapersónur. Boðið verður upp á þrjá ratleiki og létta hressingu fyrir krakkana. Athugið að ekki […]

Íþróttaskóli Breiðabliks fyrir 2-5 ára börn hefst aftur 5. september

Við áætlum að Íþróttaskóli Breiðabliks fari aftur af stað laugardaginn 5. september 2020 þ.e. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30 í Smáranum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið: https://breidablik.felog.is/. Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að […]

Taekwondoæfingar hefjast 2. september

Taekwondoæfingar Breiðabliks hefjast 2. september Æfingar fara fram í Lindaskóla. Nýnema geta prufað teakwondo í eina viku án þess að greiða æfingagjöld. Þjálfari er Master Hlynur Örn G. 5. Dan. hlynur2010@gmail.com 775-3611 Æfingatafla: Lægri belti / Byrjendur: 18:00 – 19:00 – Mánudagar 18:00 – 19:00 – Miðvikudagar 11:00 – 12:00 – Laugardagar Hærri belti / […]

Jessie Loera í Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Jessie Loera um að leika með liðinu í Dominosdeildinni á næsta komandi keppnistímabili. Jessie sem er leikstjórnandi er fædd 1997 og er 170cm. á hæð. Jessie kemur til liðs við Breiðablik frá hinum gríðarsterka Gonzaga háskóla í Bandaríkjunum. Jessie byrjaði alla leiki fyrir Gonzaga á síðasta keppnistímabili og skilaði 7.5 stigum, […]

Domino’s styður við Breiðablik! Afsláttarkóði: BREIDABLIK

Breiðablik tekur þátt í Íþróttaviku Dominos! Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Breiðabliks 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann BREIDABLIK þegar pantað er á vef/appi 🍕 Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Breiðabliks 👈 svo við […]

Breiðablik í samstarfi við Háskólann í Reykjavík

Breiðablik hefur í sumar tekið á móti Björk Varðardóttur nemanda í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Hluti af BSc námi í íþróttafræði er að ljúka einingum í verknámi þar sem nemendum gefst færi á að kynnast undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu þar sem Björk hefur tekið þátt í starfsemi félagsins. Háskólarnir brugðu á það ráð […]

17. júní skemmtun við Fífuna

17. júní skemmtun við Fífuna 🇮🇸🇮🇸 Kópavogsbær efnir til hátíðarhalda 17. júní með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna. Margt um að vera í bænum, hér og þar. Fyrir íbúa í Smárahverfi er sérstaklega bent á að það verða hátíðarhöld við Fífuna, með skemmtikröftum og leiktækjum milli 14 og 16. Bílalest fer um bæinn […]

Vatnsendaskóli íslandsmeistari barnaskólasveita

Blikar voru áberandi á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Krakkarnir komu til leiks fullir tilhlökkunar og skemmtileg tilþrif sáust á mörgum borðum. Úr varð eitt mest spennandi Íslandsmót barnaskólasveita í manna minnum! Fyrir lokaumferðina voru tvær sveitir efstar og jafnar og tvær til viðbótar aðeins hálfum vinningi á eftir. Því var ljóst að lokaumferðin myndi skipta […]