Entries by Halldór

lokað í Fífunni 13-17 september v. bílasýningar

Helgina 15-16 september fer fram 4×4 bílasýning í Fífunni, af þeim sökum verður lokað í Fífunni frá 13-17 september. Forráðamenn og iðkendur eru hvattir til þess að leita upplýsinga hjá þjálfurum um hvort æfingar færist til eða verða aflýst.

Þjálfarar klára IAAF CECS Level 1 þjálfaranámskeið.

5-10 September síðastliðinn þá tóku Alberto Borges, Sveinn Sampsted og Hjörtur Ívan Sigurbjörnsson í þjálfaranámskeiði á vegum IAAF. Kennarar voru ólympíuverðlaunahafinn Austra Skjuyte og tugþrautarkappinn Vladimir Hojka. Þátttakendur námskeiðsins fá réttindi til að stjórna eða aðstoða á þjálfaramenntunar námsskeiðum í framtíðinni.

Íþróttaskóli Breiðabliks hefst 8. september

Íþróttaskóli 3-5 ára barna er starfræktur á veturna í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum. Haustönn í íþróttaskólans hefst 8. september. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið Hægt verður að kaupa 10 tíma klippikort. Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að […]

Aukaæfingar í kata, kumite og styrktarþjálfun í vetur

Karatedeild Breiðabliks vill vekja athygli á aukaæfingum sem standa til boða í vetur Hvetjum alla til að nýta sér þetta með hefðbundnum æfingum, hvort sem undirbúning fyrir mót eða annað. Styrktaræfingar (+ 13 ára): mið og fös kl 18 og svo fyrir. Kumite yngri (B1, U1 og U2): mið kl 18. Kata yngri (B1, U1 og […]

Körfuknattleiksdeild auglýsir eftir þjálfara

Breiðablik leitar að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins í körfuknattleik. Um er að ræða þjálfara fyrir minnibolta 10 ára drengja. Reynsla af þjálfun barna í körfuknattleik er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KKÍ en ekki skylda. Uppeldis- og/eða íþróttamenntun er kostur. Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá til Halldórs Halldórssonar, íþróttafulltrúa Breiðabliks […]

Taekwondoæfingar hefjast í dag!

Æfingar hjá Taekwondodeild Breiðabliks hefjast í kvöld í Lindaskóla! Æfingatöflu vetrarins má sjá hér að neðan, allar æfingar fara fram í Lindaskóla. Mánudagar: 18:00 – 19:00 Miðvikudagar: 18:00 – 19:00 Laugardagar: 11:00 – 12:00

Tilkynning vegna íþróttavagns

Kæru iðkendur og foreldrar! Undanfarna mánuði hafa íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK unnið að því að sameina tómstundavagna félaganna með aðkomu Kópavogsbæjar og SÍK (Samráðsvettvangur íþróttafélaganna í Kópavogi). Nú er beðið eftir því hver aðkoma Kópavogsbæjar/SÍK verði í þessu verkefni því það er ljóst að félögin geta ekki staðið undir verkefninu ein og sér. Við […]

Besti árangur á MÍ 15-22 ára í mörg ár!

Blikar stóðu sig vel á MÍ 15-22 ára. Í raun það vel að greinin myndi enda sem ritgerð ef það væri listað niður alla verðlaunahafana þar sem að Blikar unnu sín flestu verðlaun frá upphafi, 55 samtals. Við lentum í 3 sæti í verðlaunatöflunni og stigakeppninni eftir hörkusamkeppni við HSK/Selfoss og ÍR. Það hefði verið […]