Entries by Halldór

Lárus leystur frá störfum

Stjórn Körfunkattleiksdeildar Breiðabliks hefur sagt upp samningi við Lárus Jónsson, þjálfara meistaraflokks karla. Gengið verður frá ráðningu nýs þjálfara eins fljótt og unnt er. Í millitíðinni mun Chris Woods stýra æfingum liðsins. Stjórnin þakkar Lárusi samstarfið og óskar honum alls hins besta

Blikar á MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Breiðablik fimm þátttakendur á mótinu. Sannkallaður hrútaslagur var þegar keppni í sjöþraut karla byrjaði um helgina. Mikið var tekist á og sýndist sitt hverjum meðan leikar stóðu sem hæðst. Á endanum var það annálaður baráttu jaxl sem sigraði. Það var […]

Fanndís Friðriksdóttir íþróttakona UMSK 2017

Á ársþingi UMSK hlutu fjórir Blikar viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum. Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona var útnefnd sem íþróttakona UMSK 2017. Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu ári.  Hún var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi síðast liðið sumar.  Þar lék hún […]

Breiðablik 68 ára

Mánudaginn 12. febrúar hélt Breiðablik uppá 68 ára afmæli félagsins. Í tilefni dagsins var slegið til veislu þar sem gestum og gangandi var boðið upp á afmælisköku, svala og rjúkandi heitt kaffi í Smáranum. Það voru Morgunhanar Breiðabliks sem sáu til þess að enginn færi svangur heim úr afmælisveislunni. Breiðablik þakkar öllum þeim sem lögðu […]

Irma meðal þeirra Bestu í Svíþjóð

Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram í Uppsala í Svíþjóð helgina 10.-11. febrúar. Ellefu íslenskir keppendur tóku þátt á mótinu. Irma Gunnarsdóttir þrautakona í Breiðabliki hafnaði í 7. sæti í langstökki með ágætis árangri er hún stökk 5,66 m. Irma hefur verið að bæta sig mikið á undanförnum mótum. Hennar besta árangri í langstökki náði […]