Entries by Halldór

, , , , , , , , , , , ,

Vel mætt á Íþróttahátíð Breiðabliks 2019

Íþróttahátíð Breiðabliks var haldin í fyrsta skipti með núverandi sniði í gær, 9. janúar. Markmiðið með Íþróttahátíðinni er að gera árangur einstaklinga og hópa hjá þeim fjölmörgu deildum sem félagið starfrækir sýnilegri. Innan félagsins er verið að vinna frábært starf og er það því mikilvægt að líta yfir farin veg og fanga íþróttaafrekum ársins 2019. […]

Sigmar Ingi til UMSK

Sigmar Ingi Sigurðarson markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks mun láta af störfum hjá félaginu núna um áramótin. Sigmari Inga eru þökkuð góð störf fyrir félagið en hann mun áfram sinna þjálfun hjá knattspyrnudeild félagsins. Sigmar Ingi hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá UMSK og mun hann hefja störf þar strax á nýju ári. Þar mun hann […]

Áramótabrenna Kópavogs 2019

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður í ár haldin á efra bílastæði sunnan við Fífuna. Kveikt verður í brenunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýning Hjálparsveit skáta í Kópavogi klukkan 21:30. Ásgeir Páll sér um að halda uppi fjörinu með söng og hljóðfæraleik. Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik […]

Flugeldaávísanir HSSK og Breiðabliks fáanlegar í Smáranum

Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik selur Flugeldaávísanir og þannig getur fólk stutt við gott starf Hjálparsveitar skáta og íþróttastarfið hjá Breiðablik. Hægt er að fá flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans. Hvaða deild viltu styrkja? Hægt er að tiltaka hvaða deild viðkomandi vill styrkja og fær þá sú […]

Birna Kristín og Irma Stórmótahópi FRÍ 16-22 ára.

Þær Irma Gunnarsdóttir og Birna Kristín Kristjánsdóttir hafa náð ströngum lágmörkum sem þurfti til að komast í Stórmótahóp Frjálsíþróttasambands Íslands 16-22 ára. Irma hefur náð tilskildum árangi í sjöþraut sem hefur verið hennar aðalgrein fram til þessa. Irma hefur verið okkar fremsta frjálsíþróttakona undanfarin ár og á marga titla að baki. Sökum þrálátra meiðsla í […]

, , , , , , , , , , ,

Jólakúla Breiðabliks

Jólakúla Breiðabliks er falleg græn 6 cm jólakúla með hvítu glimmeri og rauðum borða sem ætti að vera til hjá öllum stuðningsmönnum Breiðabliks. Jólakúlan kostar kr. 3.000 og rennur allur ágóði af sölu kúlunnar til Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Jólakúlan kemur í takmörkuðu magni og er því um að gera að tryggja sér eintak. Jólakúlurnar verða afhentar […]