Entries by Halldór

Uppfærð áætlunarleið Frístundabílsins fyrir vorönn 2019

Hér má sjá uppfærða akstursáætlun á frístundabílnum fyrir vorönn 2019. Aksturinn hófst samkvæmt þessari töflu mánudaginn 7.janúar 2019. Búið er að fækka ferðum, það er klippa aftan af græna bílnum bæjarlínu 2 og bæjarlínu 1, rauði bíllinn keyrir bara fyrstu tvær ferðirnar á föstudögum. Eftir tölfræðilega greiningu á ferðum Frístundabílsins á haustönn 2018 kom í […]

Beltapróf Taekwondodeildar

Þann 15. desember tóku 50 manns beltarpóf hjá Taekwondodeild Breiðabliks Allt frá byrjendum upp að svörtum beltum. Frábær mæting hjá iðkendum og áhorfendum á fjölmennustu önn deildarinnar frá upphafi  

Breiðablik sendir öllum hátíðarkveðjur

Breiðablik óskar öllum í Breiðabliksfjölskyldunni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum skemmtilegt samstarf og frábæran árangur á árinu sem er að líða og bíðum spennt eftir að vinna með ykkur öllum á komandi árum.

Jólahappdrætti Breiðabliks

Kæru foreldrar og iðkendur. Í vikunni hefst sala á miðum í stórglæsilegu Jólahappdrætti Breiðabliks. Um er að ræða stóra fjáröflun fyrir félagið og nauðsynlegt að þjálfarar, iðkendur og foreldrar leggist á eitt svo vel takist til. Við munum á næstu dögum dreifa umslögum með miðum til iðkenda, en hver iðkandi fær að jafnaði 10 miða […]

Marínó Kristjánsson með sigur í „Slopestyle“ á Noregscup

Sunnudaginn 9. desember fór fram keppni í slopestyle (brekkustíll) á Noregscup sem haldið var í Geilo, Noregi. Blikinn og A-landsliðsmaðurinn, Marínó Kristjánsson var á meðal keppenda en hann stundar nám við NTG í Geilo. Marinó Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og sigraði senior flokkinn. Frábær úrslit og greinilegt að Marinó er að hefja þetta tímabil […]

Agla Jóna Sigurðardóttir í FIS æfingabúðum

Tveir íslenskir iðkendur úr alpagreinum hafa tekið þátt í FIS æfingabúðum undanfarið og þar á meðal blikinn Agla Jóna Sigurðardóttir. FIS æfingabúðir eru hluti af þróunarstarfi fyrir litlu þjóðirnar innan FIS. SKÍ býðst að senda tvo þátttakendur, einn af hvoru kyni, í æfingabúðirnar sem eru fyrir aldurinn 16-20 ára. FIS sér svo um allar æfingar, […]

Margrét stígur til hliðar

Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því við félagið að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni. Margrét hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsunni. Breiðablik vill þakka Margréti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og […]

Jure Gunjina semur við Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Jure Gunjina um að leik með liðinu í Domino´s deildinni það sem eftir lifir móts. Jure Gunjina sem er fæddur árið 1992 er 203 sentímetrar á hæð og er mjög hreyfanlegur og lunkinn leikmaður, sem getur skotið boltanum vel fyrir utan regnbogann. Jure kemur frá Króatíu og hefur meðal annars spilað […]

Isabella Ósk ekki meira með á tímabilinu

Isabella Ósk Sigurðardóttir leikur væntanlega ekki meira með Breiðabliki á tímabilinu eftir í ljós kom að hún sleit krossband á æfingu nú á dögunum. Fyrir meiðslin var Isabella framlagshæsti íslenski leikmaður Domino´s deildarinnar. Stefnt er að því Isabella fari í aðgerð eins fljótt og auðið er. Við sendum Isabellu baráttu- og batakveðjur í ferlinu sem […]