Entries by

Körfubolti verður heilsársíþrótt

Körfuboltinn er vaxandi íþrótt á Íslandi, bæði hvað varðar vinsældir og fjölda iðkenda. Hingað til hefur körfubolti í Kópavogi eingöngu verið tímabils íþrótt yfir veturinn og þar til ekki alls fyrir löngu var hefðbundið æfingatímabil frá miðjum september fram í lok apríl eða byrjun maí. Fyrir tveimur árum var æfingatímabilið hjá Breiðablik lengt og hefjast […]

Úrslit á Breiðablik Open 2019

Fjórtánda golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 9. ágúst s.l. Uppselt var í mótið að þessu sinni og komust færri að en vildu. Glæsileg tilþrif, og stundum stórbrotin, sáust um allan völl og var það mál ókunnugra að þarna færu margir bestu kylfingar landsins. Að venju var ákjósanlegt golfveður þó […]

Fullt starf við afgreiðslu og ræstingar

Ungmennafélagið Breiðablik óskar eftir að ráða karlkyns starfsmann í fullt starf (100%) við afgreiðslu, klefagæslu, ræstingar og almenna þjónustu við iðkendur, félagsmenn og skólakrakka í Smáranum, íþróttahúsi félagsins. Leitað er að karlkyns starfsmanni bæði á dag-, kvöld- og helgarvaktir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25.ágúst eða fyrr. Mjög góð íslensku kunnátta er skilyrði. Umsóknir […]

Hlutastarf í stúkunni á Kópavogsvelli

Ungmennafélagið Breiðablik óskar eftir að ráða starfsfólk í hlutastörf í stúkuna á Kópavogsvelli við afgreiðslu, klefagæslu, ræstingar og almenna þjónustu við iðkendur, félagsmenn.  Leitað er að starfsfólki á vaktir alla virka daga í vetur (mán-föst) frá kl. 16:00-22:00 og laugardaga 09:00-15:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Íslenskukunnátta er skilyrði.  Umsóknir sendist á gauja@breidablik.is

Evrópuleikur gegn Vaduz á fimmtudag.

Breiðablik tekur á móti FC  Vaduz frá Liechtenstein í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld kl. 20.00 á Kópavogsvelli. Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn mun fara fram í Liechtenstein viku seinna. Forsala miða er hafin í afgreiðslu Smárans og einungis verður hægt að komast inn á völlinn með miða. Miðaverð er kr. 2.500 […]

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfestir í nýjustu tækni

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfesti á dögunum í nýjustu tækninni í fótbolta. Um er að ræða myndavél og meðfylgjandi forrit sem að ganga undir nafninu VEO. Tæknin kemur frá sprotafyrirtæki í Danmörku. Myndavélin er að sjálfsögðu græn og inniheldur tvær linsur sem hvor um sig býr yfir svokallaðri 4k upplausn. Snilldin við þessa myndavél er að sjónsvið […]

Blikar á boðsmóti í Hollandi

Dagana 30. – 31. maí var 20 stúlkum úr 2. og 3. flokki kvenna Breiðabliks boðið að taka þátt í mótinu Sports World International Girls Cup. Mótið fór fram í fimmta sinn og var það haldið í hollensku borginni  Den Haag í þetta sinn. Fyrri daginn spiluðu öll liðin þrjá 30 mínútna leiki í fjögurra […]

Breiðablik á U14 mót í Dortmund

Á morgun halda 16 drengir fæddir árið 2005 út til Dortmund til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 16 talsins og hefja leik í fjórum fjögurra liða riðlum. Spilað verður 1x35mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram á laugardeginum, 8.júní. Þar mæta þeir SC Husen-Kurl, VfL Bochum og […]

BYKO áfram styrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og BYKO hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára. BYKO var stofnað árið 1962 í Kópavogi og hefur BYKO verið styrktaraðili Breiðabliks nánast frá stofnun. BYKO rekur glæsilega verslun í Breiddinni auk þess sem fjölda verslana BYKO má finna á Höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Knattspyrnudeildin er gríðarlegt þakklát fyrir ánægjulegt samstarf […]