Entries by

Kópavogsmaraþon 2019

Kópavogsmaraþon fer fram í fjórða sinn laugardaginn 11.maí.  Boðið verður upp á 5, 10 og 21,1 km hlaup á flatri braut sem skartar fallegu útsýni af strandlengju Kópavogs. Skráning fer fram á hlaup.is og þar eru einnig allar nánari upplýsingar um hlaupið. Á facebooksíðu hlaupsins facebook.com/kopmarathon má finna ýmsar upplýsingar og myndir úr fyrri hlaupum.

Breiðablik á sterkt mót fyrir U14 stúlkur í Svíþjóð

Breiðablik hefur þegið boð um að taka þátt í Lennart Johansson Academy Trophy 2019 í Solna í Svíðþjóð dagana 23.-26. maí. Mótið er eitt frægasta knattspyrnumót yngri flokka í Evrópu og mikill heiður fyrir Breiðablik að fá boð um að senda lið til þátttöku. Um er að ræða sterkt mót fyrir stúlkur og drengi í […]

Breiðablik og Dekkjahúsið framlengja samstarf – Afsláttur til Blika

Dekkjahúsið og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfsmanning sinn til næstu þriggja ára. Dekkjahúsið hefur til fjölda ára verið dyggur stuðningsaðili Knattspyrnudeildarinnar og hefur samstarfið gefið góða raun. Í ljósi áframhaldandi samstarfs ætlar Dekkjahúsið að bjóða Blikum 15% afslátt af hjólbarðaþjónustu gegn framvísun Blikaklúbbskorta, árskorta eða með því að sýna í Sportabler að forráðamaður eigi iðkenda […]

Guðjón Pétur Lýðsson aftur í Breiðablik

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson mun ganga til liðs við Blikaliðið á nýjan leik. Hann skipti yfir í KA í haust frá Val en vegna fjölskylduaðstæðna náðu Akureyringar og Guðjón Pétur samkomulagi að rifta samningnum. KA-menn hafa samþykkt tilboð Blika í þennan snjalla knattspyrnumann þannig að við fáum […]

N1 og Knattspyrnudeild Breiðabliks framlengja samstarf sitt, Krónan nýr samstarfsaðili.

Nú á dögunum var endurnýjuðu N1 og knattspyrnudeild Breiðabliks samstarfssamnings sinn til næstu fjögurra ára en N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar undarfarin ár. Um leið bættist Krónan í hóp samstarfsaðila knattspyrnudeildar og munu búningar félagsins bera merki Krónunnar. Stuðningur N1 og Krónunnar skiptir knattspyrnudeildina miklu máli og styrkir áfram öflugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem […]

Aðalfundur Blikaklúbbsins

Aðalfundur Blikaklúbbsins var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Fyrir fundinum lá eitt framboð til formanns frá Erni Örlygssyni. Þar sem engin önnur framboð bárust taldist Örn sjálfkjörinn formaður Blikaklúbbsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir Andrés Pétursson, Hlynur Magnússon og Jón Jóhann Þórðarson auk Hilmars Jökuls Stefánssonar, Rögnu Einarsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur sem koma ný inn […]

Málning áfram einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Málning hf. hafa framlengt samstarfssaming sinn til næstu fjögurra ára. Málning var stofnað árið 1953 í Kópavogi og er saga Breiðabliks og Málningar samofin nánast frá upphafi félaganna tveggja. Málning rekur verksmiðju, lager og söludeild á Dalvegi 18 en vörur Málningar er einnig að finna í fjölda verslana víða um land. Það […]

Hafið Fiskverslun áfram styrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Afsláttur til Blika

Hafið Fiskverslun og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára. Hafið hefur rekið fiskverslun í Hlíðarsmára frá árinu 2006 og opnaði aðra verslun í Spönginni árið 2013. Hafið fiskverslun er með víðtæka dreifingu á ferskum fisk og fiskréttum í mötuneyti, veitingastaði og verslanir um allt land. Skötuveisla Breiðabliks hefur frá upphafi verið […]