Entries by

Vídd nýr aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar

Vídd og Knattspyrnudeild Breiðabliks undirrituðu nýverið samning þess efnis að Vídd verði einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar til næstu fjögurra ára. Allir keppnisbúningar Knattspyrnudeildarinnar munu bera merki Víddar á samningstímanum. Það er mikill fengur í því fyrir Knattspyrnudeildina að fá inn öflugan bakhjarl til að styðja enn frekar við það öfluga starf sem unnið er innan […]

Tengi áfram einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Tengi og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Tengi verði áfram einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára. Tengi hefur til fjölda ára verið mikilvægur samstarfsaðili deildarinnar og félaginu gríðarlega mikilvægur til að hægt sé að halda uppi öflugu uppeldis- og afreksstarfi stærstu knattspyrnudeildar landsins ásamt því að við styðja […]

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Nýr búningur kynntur

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu fjögurra ára. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og mikilvægur fyrir báða aðila og styrkir enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf stærstu knattspyrnudeildar landsins sem og að styðja meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna. Orri […]

Kynningarfundur og skíðamarkaður skíðadeildar  Breiðabliks

Kynningarfundur og skíðamarkaður sameiginlegrar deildar  Breiðabliks og KR verður haldinn 21. Nóvember næstkomandi í Smáranum í Kópavogi. Skíðamarkaðurinn verður frá 19:15 til 20:00 í anddyri Smárans og beint í kjölfarið eða klukkan 20:15 mun fara fram kynning á starfi deildanna í samkomusal Breiðabliks á annarri hæð í Smáranum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði […]

Vilhjálmur ráðinn þjálfari Augnabliks og 2. flokks kvenna

Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Augnabliks og 2. flokks kvenna hjá Breiðabliki. Þá mun hann einnig koma að skipulagi þjálfunar 3. flokks kvenna. Eins og flestir vita er Augnablik að mestu skipað leikmönnum úr 2. og 3. flokki Breiðabliks en þær munu keppa í Inkassodeildinni á komandi tímabili. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá Blikum […]

Þórir til Blika

Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blikaliðið. Þórir, sem hefur undanfarin ár spilað með Fjölni, gerði í dag tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þórir sem er 27 ára gamall á að baki 164 leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 44 mörk. Hann er uppalinn Valsari en gekk til […]

Breiðablik semur við Errea

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Errea á Íslandi um að lið félagsins leiki í búningum Errea keppnistímabilin 2019-2022. Samningurinn nær yfir búninga- æfinga- og frístundafatnað Breiðabliks. Nýir keppnisbúningar og aðrar vörur verða kynntir fljótlega og munu fara í sölu í desember árið 2018.  Það er Sport Company ehf. sem er umboðsaðili Errea á Íslandi og […]

Ásmundur lætur af störfum

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Ásmundur Arnarsson, verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Ásmundur kom til starfa hjá Breiðabliki fyrir ári síðan sem þjálfari 2. Og 3. flokks kvenna hjá Breiðabliki og meistaraflokki kvenna hjá Augnabliki. Ásmundur náði frábærum árangri og fór til dæmis Augnablik upp í Inkasso deild kvenna. […]

Árni fallinn frá

Í gær var góður félagi okkar Árni Guðmundsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, borinn til grafar eftir stutt en erfið veikindi. Árni var fæddur árið 1955 og því 63 ára þegar hann lést. Hann kom inn í stjórn knattspyrnudeildar árið 1988 þegar mikill vöxtur var í rekstri deildarinnar. Iðkendum var að fjölga mjög hratt og metnaður […]