Entries by

Breiðablik gerir 3 ára samning við sprotafyrirtækið Sportabler

Breiðablik hefur gert langtímasamning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Breiðablik hefur undanfarna mánuði unnið í samstarfi við Sportabler að þróun og prófun forritsins og hefur innleiðing hjá fyrstu flokkum félagsins gefist vel. Markmið Sportabler […]

5 Blikar í U15 ára landsliði Íslands

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur tvo leiki gegn Sviss, 8. og 10. maí næstkomandi. Leikirnir fara báðir fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Í hópnum eru blikarnir Sverrir Þór Kristinsson, Sverrir Hákonarson, Anton Logi Lúðvíksson, Tómas Bjarki Jónsson og Danjiel Dejan Djuric. Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 8.maí kl.19.15 og síðari leikurinn fimmtudaginn 10.maí […]

,

Gervigras á Kópavogsvöll og Fagralund

Bæjarráð Kópavogs samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 26.4 að ráðast í umfangsmikla endurnýjun á tveimur knattspyrnuvöllum sem Breiðablik hefur á sínu starfssvæði. Í sumar verður ráðist í endurnýjun á Fagralundarvellinum og lögð hitalögn í völlinn, nýtt gervigras og ný lýsing.  Í haust hefjast síðan framkvæmdir við Kópavogsvöll. Undirlag og lagnir verða endurnýjaðar, völlurinn lagður […]

Oliver Sigurjónsson til Breiðabliks

Breiðablik hefur náð samkomulagi við Bodø/Glimt í Noregi um að Oliver Sigurjónsson komi á tímabundnu láni til Breiðabliks. Oliver sem er 23 ára gamall miðjumaður hefur leikið 70 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 5 mörk. Þá á hann að baki tvo A landsleiki auk þess að hafa leikið 50 leiki fyrir yngri landslið […]

Breiðablik og Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu áfram í samstarfi

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hafa framlengt samning sinn til næstu 5 ára. Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu hefur verið í samstarfi við Knattspyrnudeildina frá árinu 2015 og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið. Sjúkraþjálfunin leggur félaginu til sjúkraþjálfara á alla formlega leiki meistaraflokka karla og kvenna ásamt því að vinna náið með þjálfurum varðandi fyrirbyggjandi æfingar […]

Fullt út úr dyrum á félagsfundi Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Í gærkvöld fór fram almennur félagsfundur  sem haldinn var af Knattspyrnudeild Breiðabliks. Á fundinum var farið yfir vetraraðstöðumál knattspyrnudeildarinnar. Fundurinn var gríðarlega vel sóttur af félagsmönnum ásamt bæjarfulltrúum og öðrum gestum og voru rúmlega 400 gestir mættir í Smárann. Á fundinum fluttu erindi Jóhann Þór Jónsson formaður Barna- og unglingaráðs, Orri Hlöðversson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks og […]

61. FRÍ þing haldið í Breiðablik

Að þessu sinni verður 61. þing Frjálsíþróttasambands Íslands haldið dagana 23.-24. mars í Kópavogi. Það er okkur í Breiðablik sönn ánægja að fá þingfulltrúa til okkar að leggja drög að komandi starfi frjálsíþrótta á íslandi. Ungmennafélagið Breiðablik bíður Frjálsíþróttasamband Íslands velkomið.

Sindri Hrafn kominn með lágmark á EM í Berlín

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hóf keppnistímabilið af miklum krafti þegar hann sigraði í spjótkasti á UC Irvine Spring Break háskólamótinu þann 16.febrúar. Sindri Hrafn kastaði 80,49 m og bætti sinn besta árangur um rúma 3 metra. Með þessu sló hann eigið skólamet, setti vallarmet og náði lágmarki á EM í Berlín í sumar.  […]

Góður árangur í íþróttum, en eru blikur á lofti hjá Breiðablik

Grein eftir Jón Finnbogason formann Íþróttaráðs Kópavogs sem birtist í Vogum. Mikil umræða hefur farið fram á undanförnu ári um árangur okkar landsliða í íþróttum þrátt fyrir fámenna þjóð.  Margir ólíkir þættir leika örugglega stórt hlutverk þegar metið er hvers vegna árangurinn er jafn góður og raun ber vitni.  Vinnusemi okkar íþróttafólks er að gjarnan […]